Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Page 84
178
Jón Helgason:
| IÐUNÍí
að leita fjár og frama
ég fullur sigldi burt.
Síðasta hendingin gefur bendingu um, að hann
hafi þó að minsta kosti verið kominn af barns-
aldri. Nú er hann tæplega fimtugur. Eftir að
vestur kom, dvaldist hann fyrst um nokkur ár í
Winnipeg, en fluttist svo »suður yfir línuna« og hefir
lengst af síðan átt heima í Mountainbj7gð í Pembina-
sýslu í Norður-Dakota, einni af blómlegustu íslend-
inga-bygðunum vestan hafs. Vestur fór hann eins og
svo margur landinn annar að »leita fjár og frama«.
En fremur lítið hefir hafst upp úr þeirri leit. Að
vísu kveðst liann í einum af kviðlingum sinum hafa
»átt um hálfa öld hundaláni að fagna«. Kann öðrum
að finnast það af ekki mikilli bjartsýni talað. Hann
hefir rutt sér braut eins og bezt gegndi þar vestra
svo sem óbreyttur verkmaður.
Eftirtekt á sér mun Cowan fyrst hafa vakið með
gamankviðlingum sínum. Eru margar af lausavisum
hans afbragð; því að maðurinn er meinfyndinn, og
virðist lionum vera afar-létt um að kasta fram kvið-
lingum. Lengri kvæðin eru sjaldnast eins góð; þó
bregður þar oft og einatt fyrir ýmsu skoplegu.
Hér skulu birt nokkur sýnishorn af kveðskap þessa
vestur-islenzka alþýðuskálds.
1. Cowan launar ilt mcð góðu.
Einlægt pú lalar illa um mig,
aftur ég tala vel um pig.
En pað bezta af öllu er,
að enginn trúir pér — né mér.
2. Mannlýsing.
Pú ert sveitar svívirðing,
sólugi eldhús-rafturinn,
aftan og framan alt um kring
ekkert nema — kjafturinn.