Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Page 86
180
Jón Helgason:
l IÐUNN
Á réttum tíma rétturinn var settur
í réttarsal, þars dæmdir eru bófar.
Enginn var viö annan þar með slettur,
því allir höfðu fengið slettur nógar.
En fyrir rétti finst mér réttast vera
að fara rétt að því sem á að gera.
Gamli Murchie glotti ögn í kampinn,
gletnissvipur hverri spurning fylgdi,
eins og vildi’ liann á mig reka stampinn;
einkum þó um tvent hann fræðast vildi:
Hvort ég væri’ i County-lögum fróður
og hvort mér þætti Stomack-bitter góður.
Mér er eins og margan kann að gruna
meira’ en litið hlýtt til gamla Sala.
En það má stundum ekki miklu muna,
svo maður verður gætilega’ að tala;
og konstin var nú: hvor hér yrði mestur
og hvort ég gæti logið meira en prestur.
8. Manni var »gefið á hann«.
Lesið hefi ég lærdómsstef
þótt Ijót sé skriftin,
og sízt ég efa sannleiks-kraftinn,
að sælla er að gefa en þiggja — á kjaftinn!
9. Cowan vísað úr vinnu.
Cowan og tveir aðrir voru reknir úr vinnu hjá
bónda, og þrír aðrir teknir i staðinn:
Góður, betri, beztur
burtu voru reknir;
illur, verri, verstur
voru aflur teknir.
10. Cowan »Önnum kafinn«.
Svo bar til einhverju sinni, að Cowan var eins
konar ráðsmaður hjá tveim konum, hvorri eftir aðra,