Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Page 87
IÐUNN1
Vestur-íslenzkt alþýöuskáld.
181
sama veturinn. Hét hvor þeirra Anna að fornafni.
Gazt Cowan einkum illa að þeirri síðari.
Þungar má ég þrautir kanna
á þessum vetri;
nú er komin önnur Anna
ekki betri:
Anna Daöa dapurleg
og druslum vafin.
Enginn maður eins og ég
er — Önnum kafinn!
11. Sulturinn gerir alt sætt.
Hún Lauga mín bakar oft brauð handa mér,
og brauð, sem er konungum ætt.
Hún þarf hvorki’ að hafa’ í það hops1) eða ger
né hunang og sykur, né egg eða smér,
því sulturinn gerir það sætt.
12. » H o m e, s w e e t h o m e!«
Einhverju sinni var Cowan í akurvinnu með fólki,
er hafðist við í vagni (en vagn nefnist venjulega á
vestur-íslenzku kar (Car).) Ráðskonan, Manga, prýddi
bæði vagninn og borðið blómum, en maturinn þótti rýr:
Til að rækta á borðið blóm
beztu’ er kröftum varið,
það er orðið ythome, sweet home«.
hjá henni Möngu karið!
13. Verri Pétur.
Veit ég Pétur verri í bráð
virðist sóðamaður,
en ef betur að er gáð,
er hann góðhjartaður.
14. Um séra Hjört Leó.
Leó »hrestur« liélt í vestur,
___________heiðursgest ég fann;
I) llops = humall.