Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Page 88
182
Jón Helgason:
[ IÐUNN
liann er raesti merkisprestur
mér leizt bezt á hann.
15. Heillaósk á hrúðkaupsdegi.
Rjúfðu sunna sortaský,
sýn pú kunnir skína,
kystu’ á munninn hýr og hlý
hana Gunnu mína.
16. Kirkjan i Eyford.
Kirkjan stendur langt frá öðrum liúsum í bygð-
inni; liefir hún staðið ónotuð um nokkur undan-
farin ár meðan málaferlin um eignarréttinn að lienni
•voru óútkljáð.
Dökkbrýn kirkjan drú])ir hér
dauða sveipuð trafi.
Hún er eins og eyðisker
úti’ í regin hafi.
17. Um skáldskapinn í vestanblöðunum.
Alt er hirt og alt er birt,
aldrei hlé á leirburðe,
kveður myrkt og stundum stirt
Stephán G. í »Kringlunne«.
Stephán G. er Klettafjalla-skáldið alkunna Stephán
G. Stephánsson, höfuðskáld Vestur-íslendinga.
18. Veðsetta specían.
Cowan skáld er ölkær maður eins og mörg skáld
önnur. Einhverju sinni hafði Cowan fengið léða
specíu, gamlan lukkupening, hjá landa sínum, veð-
sett hana fyrir litilsliáttar peningaláni þarlendum
kaupmanni(?), er Philoher hét, en keypt sér í staup-
inu fyrir peningana. Var það ásetningur hans að
leysa út specíuna, en svo tóksl óheppilega til, að
Philoher tók sótt og andaðist áður en það kæmist í
framkvæmd. Specíueigandinn tók nú að kalla eftir