Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Page 91
iðunn 1
Vestur-íslenzkt alpýöuskáld.
185-
lig sveipaði’ að mér feldi og settist að í laut,
en svalur norðanvindur um skýjað loftið þaut.
líg hallaði höfði þreyttu sem Hjálmar upp að stein
og hvíldi par í nœði unz sól i austri skein.
23. Punglyndis-vísur.
Víða er þunglyndiskeimur að kviðlingum Cowan’s,
er hann minnist á sjálfan sig eða lítur yfir ævi sína.
Pyngir auður ekki dreng,
þótt yfir hauður svífi,
móti dauða’ eg glaður geng
frá gæfusnauðu lííi.
Mér heíir veröld verið köld
og viljað lítið gagna,
hefi’ eg þó átt um hálfa öld
hundaláni að fagna.
24. Cowan borgar lífsábyrlgð.
Af þessum dollar þú mátt sjá,
að þreyttum skrokk ei hlífi
við að borga ábyrgð á
einskisverðu lífi.
25. »Good enough for me!«
Hvenær mun ég læra svo að lifa
að lífið verði mér ei hefndargjöf?
Enn má drottinn skuld hjá Cowan skrifa —
skal ég eiga að fylla drúnkards gröf?
Nú veikur er ég eftir þetta spree,
en ilt er plentg good enough for me.
Suma af kviðlingum þessum skrifaði ég upp eftir
mönnum vestra í fyrra sumar, sumt hefi ég skrifað
upp eftir séra Asmundi Guðmundssyni, en sumt eftir
handriti Mr. Jónasar Hall í Edinburg, N. Dakota,
^yrirsagnirnar eru allar settar af mér. j. //.