Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Page 92
Stórhríð
Það var hríð — íslenzk stórhríð —. Snjórinn kom
í stórum holskeílum, þegar vindhviðurnar voru sem
harðastar; en þegar lægði, varð kóf svo þétt, að
naumast var hægt að draga andann. Og ekki sá
handaskil fremur en bundið væri fyrir augu manns.
Ófærðin var afskapleg. í*að sælti undrun, livað
hann hafði getað kyngt niður á ekki lengri tíma —
einu dægri og þó tæplega það.
Hann hafði þó riíið af á hæstu rindunum. En í
lægðum öllum og lautum var óbotnandi. Og þó var
verst þar sem skógur var eða kjarr. t*ar varð eigi
þverfótað.
— Guð náði þá sem úti eru í þessu verði, sagði
gamla fólkið.
En fyrir þá sem úti eru í íslenzkri stórhríð, er engin
náð eða miskunn til. Þeir eiga eigi annars úrkosta
en þess, að duga eða drepast. Og þó er eigi dugur-
inn altaf einhlítur, því fátt segir af einum. Og hvað
má menskt afl gegn hamförum stórveldanna stærstu
— náttúruaílanna, sem öllum blöskra þegar þau fara
í algleyming.
Það er hvorki á langri leið né löngum tíma að
saga þessi gerist. En hætta verðum við okkur út í
stórhríðina og fylgja manni, sem ætlar til beitarhúsa.
Einn er hann sins liðs, og með þeim erindum fer
hann, að lúka upp dyrum sauðaliússins fyrir þeim
kindum sem kynnu að hafa ratað þangað heim und-
an ofviðrinu. Hríðin skall á í rökkrinu um kveldið,