Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Side 97
Ritsjá
Ljóð eftir Sigurð Sigurðsson, Rvik 1912.
Hvers vegna hafa »blöðin«, sem svo eru nefnd, ekki
minst rækilegar á þessa bók en þau hafa gert? Sökum
þess, auðvitað, að þau hafa ekki skilið verk sinnar köll-
unar. Rað er ekki enn orðin nein höfuðdygð á voru landi
að hlúa að nýgræðingnum og því fer sem fer, að fá eru
h'én, sem ná fullum þroska.
Sumir yrkja — uþþ og niður eins og gengur.
En aðra dreymir engu miður,
þótt orðin hjá þeim frjósi niður,
segir Sigurður. Og ég hugsa að hann dreymi enn meira
en góðu hófi gegnir. En draumarnir eru, eins og kunnugt
er, all-reikulir og ekki gott yrkisefni.
Sigurður nefnir kvæði sín »Ljóð«, og ljóð mega þau
heita, því að þau ættu að vera sungin — velílest. Pað er
einliver fegurðar-blær yfir þeim Ilestum, einkum náttúru-
lýsingunum (sbr. »Lágnætti við Laxfoss« og »Hraunteig-
Ur«)- fó ber eitt kvæðið af öllum — »Hjörsey«:
Með söngva-þörf til þin ég ílúði,
hve þráði ég okkar fund!
Þú efndir meira’ en á ég trúði,
þú Eden bak við liamra’ og sund.
Min sumarbrúður í sumarþrýði —
guð signi þig alla stund!
Þú varst svo liýr sem gamlar glóðir,
þú gliti ofna sveit —
Mér fanst ég koma’ á fornar slóðir
hið fyrsta sinn, er þig ég leit.
Það hafa verið guðir góðir,
sem geymdu þenna unaðsreit.