Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Side 98
192
Ritsjá.
[IÐCNN
Hve fjarri heimsins flaumi’ og glaumi
ég fann par liuga minn!
Þú varst svo hýr og hrein í draumi,
að hafið gerðist kyrt um sinn,
og fuglar þögðu á strönd og straumi
að styggja ei næturfriðinn pinn.
Á draumaför um tún og teiga
hvarf tími og rúm á braut.
Mín hugarblóm ég batt i sveiga,
sem barn að kjöltu pér ég laut —
pá skildi’ eg, hvað pað er að eiga
sinn æskudraum við móðurskaut.---------
Kvæðið er lengra; en ég hirði ekki um að rekja pað.
Rúmið er afmarkað. En fagurt er þetta, og fleira af pví
tæi i bókinni.
Pó dylst mér eklci, að skáldið skortir yrkisefni, nógu
traust og nógu veigamikið, víðast livar. Og er það ekki
von, par sem lííið er eins íátæklegt og tilbreytingalítið
eins og á voru landi. Og samt — þegar Sigurður nær í
yrkisefnið, þá er sýnilegt, að hann er skáld, pví að oft er
pá dýrt og vel að orði komist. (Sbr. »Útilegumaðurinn« og
»Auður«, kona Gísla Súrssonar). Pví ætti hann að fá sér
fleiri slík yrkisefni.
Mannvit og orðsnild koma og fyrir hingað og pangað í
ljóðum þessum, sbr. stefin »Mannskaði«:
Vel er, að fauskar fúnir klofni,
felli þeir ei hinn nýja skóg, —
en hér féll grein af góðum stofni,
— grisjaði dauðinn meira en nóg.
Og hver vildi ekki hafa kveðið pessa visu í eftirmælum
eftir Jónassen landlækni?
Pungt er tapið, það er vissa —
pó vil ég kjósa vorri móður,
að ætíð megi hún minning kyssa
manna’, er voru svona góðir,
— að ætíð eigi hún menn að missa
meiri og betri en aðrar þjóðir.