Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Page 99
IÐUNN1
Ritsjá.
193
Margt er fleira i bókinni, sem ég ætti að minnast á. En
mörgum öðrum er nú að sinna. Pó verð ég að nefna
kvæði eins og »ísidóru«. Rað er bragraun og mæta vel
kveðið. En skáldið átti að fá sér par veglegri list að yrkis-
efni en paðreims-drósina (serpentinu-dansmærina). Mér finst
ég sjá hana alelda að baki.
Pýðing Sigurðar á kvæðum erlendra skálda eru flestar
ágætar. Eg nefni sem dæmi »Farin« eftir H. Ibsen:
Siðustu gestir frá garöi riðu;
ómar af kveðjum með kvöldblænum liðu.
I eyði og tómi lá túnið og bærinn;
par liafði’ ’hún mig töfrað með tónunum, mærin.
Nú er söngurinn dáinn og sól hnigin vestur;
framandi kom hún og fór — eins og gestur!
Ekki veit ég, hvers vegna Sig. skírir síðasta kvæðið í
bókinni »Utlagi«. Það er: »Dagur er liðinn« (l'he day is
donej eftir Longfellow, og pví er ekki eins vel náð og
hinum.
Annars er sýnilegt, að Sigurður lieflr oftar en einu sinni
komið í »Lundinn helga«, sem liann yrkir um fj'rsta
kvæðið. Hann segir raunar undir eins í öðru kvæðinu, að
sá lundur sé pegar farinn að fölna í ljóðum sínum. Það
væri illa farið. En ég trúi pví ekki, ég trúi að petta sé
uppgerð. Og nú eggja ég Sigurð lögeggjan með lians eigin
orðum:
Rís upp og streng við stokkinn heit
að standa fast i pinni sveit
um lundinn helga, hljóða.
Hver undrasýn, er augað leit,
hvað andinn bafði’ að bjóða
livað fagurt, gölugt veröld veit —
um pað ber pér að ljóða! A. H. B.
tðunn I.
13