Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Page 109
Hí tiintmfélan IsMs.
Hafln er ný hlixtaf jársöfnun til útvegunar
á 1500 smálesta vöruflutningaskipi. Hlutafjáraukningin
er ákveðin alt að 300 þús. krónur. Stærð hlutanna 25
kr., 50 kr., 500 kr., 1,000 kr., 5,000 kr. og 10,000 kr.
Samkv. 4. gr. félagslaganna nær hlutaútboð þetta
eingöngu til manna búsettra á íslandi. Eftir 1. Jan.
1916 geta menn búsettir i öðrum löndum einnig skrif-
að sig fyrir hlutum þessum, ef nokkuð verður eftir
af hlutum þá.
Hlutaféð greiðist við áskrift, en verður haldið sér-
stöku fyrst um sinn og greiddir af því venjulegir
sparisjóðsvextir, frá því að féð er innborgað til skrif-
stofu félagsins i Reykjavík, þar til byggingarsam-
ningur um skipið verður undirritaður. Að lokinni smíð
skipsins fá nýir hluthafar hlutdeild í ársarði félagsins
samkvæmt félagslögunum.
Gert er ráð fyrir að láta smíða skipið svo fljótt
sem unt verður að fá það smíðað fyrir liæfilegt verð.
Hlutafjársafnendur verða í hverri sveit og kaup-
túni á landinu. Skorar félagsstjórnin á landsmenn að
styðja með ríflegum hlutakaupum þessa nauðsynlegu
og eðlilegu aukning á starfskröftum félagsins.
Reykjavík 4. September 1915.
Félagsstjórnin.