Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Side 4

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Side 4
246 Ágúst II. Bjarnason: [iðunN en hann veittist einkum gegn hervarna-miðluninni árið 1909. Zahle kom til íslands i konungsförinni 1907 og fann þá sá, sem þetla ritar, að Zahle var mjög frjálslyndur maður og velviljaður i garð íslend- inga. En lítt grunaði mann þó þá, að Zahle yrði einn af helztu hvatamönnum þess, að samningar, sem bindu enda á hina löngu stjórnarbaráttu vora við Dani, gætu tekist milli vor og þeirra. En 1909 varð Zahle forsætisráðherra flokks síns, er þá tókst á hendur að mynda stjórn, og leysti liann þá upi> þing á næsta ári til þess að reyna að afla sér og flokki sinum nægilegs þingfylgis; þetta tókst ekki og því varð hann að segja af sér aftur á miðju ári 1910. Studdi hann þá með oddi og egg grundvallarlaga- breytingu þá, sem þeir Berntsen og Neergaard komu fram með 1912, og eftir kosningarnar 1913 myndaði hann aftur nýtl ráðuneyti, og hefir það setið að völdum síðan, með nokkrum mannaskiflum þó. Þótt íslandsmálum, eins og kröfunni um heima- fánann, væri siglt í strand á fyrstu stjórnarárum Zahle-ráðuneytisins, þá er það sýnt með því, sem siðar kom fram, að þetta mun frekar hafa verið að kenna ólagni þess manns, sem þá fór með völd aí vorri liálfu, en íhaldssemi Zahle-ráðuneytisins í vorn garð. Því eins og kunnugt er kom Einar Arnórsson kröfunni um heimafánann fram nokkru síðar. En til þess að fá fána þennan gerðan að siglingafána, ímynd sjálfstæðis vors og sérstöðu, þurfti hæði lið" leika- og hyggindamann, er héldi þélt og fast, en þ° gætilega og liðlega á vorum máistað við Dani; et1 þann mann fengum A7ér, eins og nú er komið á dag- inn, þá er Jón Magnússon tók við ráðherratign. E>ns og kunnugt er, varð hann fj'rsti forsætisráðherra ls- tands í ársbyrjun 1917. Forsætisráðherra Jón Magnússon er nú orðmn of þjóðkunnur maður til þess, að þörf sé á að rekja

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.