Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Side 6

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Side 6
248 Ágúst H. Bjarnason: 1IÐUNN alþingi stóð nú sem einn maður að baki ráðherra sínum út á við með fánakröfuna i annari hendi, en skilnaðarhótunina í hinni. En þó varð nú aðstaðan ofurlitið brosleg fyrir það, að ráðherrann var jafn- framt sendur út af örkinni til þess að leita stórláns hjá Dönum. Þetta var ekkert þægilegt erindi og mundu margir hafa haldið slíkt forsending. En þaf kom þegar lagni og hyggni Jóns Magnússonar i ljós. Lánin fékk hann, en var synjað siglingafánans, en fékk þó jafnframt ádrátt með yfirlýsingu konungs og forsætisráðherra Dana í ríkisráðinu um, að bseði fáninn og annað fengist, þegar að jafnframt lægj11 fyrir konungi til staðfestingar lög um allsherjar- skipun á réttarsambandi landanna, Danmerkur og íslands. Og í sambandi við þetta tjáði Zahle, eins og þegar er skýrt frá, dönsku stjórnina fúsa til þes* að taka upp samninga um sambandið. þarna var þegar mikið á unnið, og ef til vill einhver íleiri vil- yrði að baki. En Jón Magnússon mátti vita það af reynslu fyrri ára og afstöðu flokkanna í þinginu, að ekki mundi tjá að taka upp samninga á öðrum grundvelli en persónusambandi, sem Danir höfðu helzt ekki viljað heyra nefnt alt til þessa; var þvl von, þótt hann í fyrstu gerði sér litlar vonir uW árangur af nýjum samningsumleitunum. En nú var afstaðan orðin nokkuð önnur i heiminum. Raddir bandamanna um sjálfsákvörðunarrétt smáþjóðanna tóku að kveða við, og menn fóru nú að ræða um það, sem áður hafði verið talið lítt hugsanlegt, t. d. um persónusamband milli Sakslands og Lithauga- lands, milli Prússlands og Kúrlands o. fl. Og Þat sem mestu mun hafa ráðið fyrir Dönum, hefir ef td vill verið það, að ef þeir vildu aftur fá sinn part a Norður-Slésvík, yrðu þeir að sjálfsögðu að ganga a undan með góðu eftirdæmi með því að virða þjóð- erni íslendinga og viðurkenna sjálfstæði þeirra. t’etta

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.