Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 10

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 10
252 Sigurður Magnússon: [ IÐUNN Reykjavík ánægjulega og viðkunnanlega; og enn- fremur, að þótt hann sé fyrst og fremst íslendingur og ekkert annað, þá eigi þó Danmörk og dönsk menning, þar sem hann er, tryggan og vitran vin, sem vili leguja alt kapp á drengilega og góða sam- vinnu milli íslands og Danmerkur undir hinum nýja sáttmála. Á. H. B. Bætiefni fæðunnar (Vitamin-efni). Sjúkdómur er nefndur beriberi. Hann hefir fra ómunatið verið landlægur í Japan og víða annars staðar í heitu löndunum, svo sem i Kína, Indlandi og Brazilíu. Hann legst sérstaklega á taugakerfið og lýsir sér í lömunum, vöðvarýrnun og vöðvakreppu> en einnig önnur lífl'æri sýkjast. Ilann er banvænn, ef ekkert er að gert. það hefir vakið eftirtekt manna, að sjúkdómur þessi kemur óvíða annars staðar fyrir en þar, sem hrísgrjón vaxa, og þar sem landslýður lifir aðallega á lirísgrjónum. Áður möluðu íbúarnii' hrísgrjónin í svo ófullkomnum handkvörnum, a^ hýðið skildist ekki vel frá kjarnanum, en á síðari timum hafa Norðurálfumenn ílutt inn i lönd þessi fullkomnar hrísmyllur, sem hreinsa hrísgrjónin svo vel, að hýðið og yzta lag kornsins skilst frá, og eftu verða hin svokölluðu »fáguðu« hrísgrjón, sem eru hin venjulega verzlunarvara. Nú þótti það undrum sæta, að beriberi jókst feykilega mikið einmitt eftu að farið var að nota þessar nj'tízku hrísmyllur og

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.