Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 11

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 11
IÐUNN] Bætiefni fæðunnar. 253 geysaði nú sera landfarsótt. Læknar komust loks að þeirri niðurstöðu, að hin fáguðu hrisgrjón ættu þátt í veikinni, og hægt væri að lækna hana með hrís- grjónahratinu. Hollendingurinn Eijkmann fann, að hænsni fengu sjúkdóm, sem líktist beriberi, ef þau fengu ekki annað en fáguð hrísgrjón að eta, en þrif- ust vel af heilum hrísgrjónum. Hann gerði einnig tilraunir á mönnum — japönskum glæpamönnum — og alt bar að sama brunni: Menn og skepnur fengu beriberi af því að lifa á fáguðum hrísgrjónum einum saman, en ekki ef hratið var etið með. Nú vissu menn, að í hratinu var miklu meira af lífrænum fosfórsamböndum og eggjahvítu en í hinum fáguðu grjónum, og var þess því getið til, að hin fáguðu hrísgrjón hefðu of lítið af þessum efnum. Var þessi tilgáta ekki ólikleg, því hrísgrjón hafa allra kornteg- unda minst af þeim, svo það var ekki af miklu að taka. Þessi skoðun var tilefni til þess, að Bandarikja- tnenn, sem sjaldan eru lengi að hugsa sig um, settu lög fyrir Filippuseyjar, er bönnuðu að nota hrísgrjón til manneldis, nema þau hefðu inni að halda svo og svo mikið af fosfór. Málið er þó ekki þannig vaxið. Á síðustu árum hafa menn komist að raun um, að í hrísgrjónahrat- 'nu eru sérstök, áður óþekt efni, sem lækna beriberi oða varna því, að menn fái hann. Mönnum hefir enn ®kki tekist að finna nákvæmlega hina efnalegu sam- setningu þessara efna, en vita þó, að það eru ekki eggjahvituefni í venjulegum skilningi og ekki heldur losfórsambönd. Þjóðverjinn Casimir Funk nefnir þessi eða þesskonar efni Vitamin-efni *) og gætum t) Af vita = líf og amin (ílokkur lífrænna efna, cr skj'ld cru ammoniak). Nafnið hefir náö almennri útbreiðslu og testu, en er i rauninni ekki heppilegt, pví sennilega cr hér ekki um amin-efni að ræða.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.