Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 13

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 13
ÍÐUNN| Bætiefni fæðunnar. 255 sem eggjahvítuefnin eru tekin úr, þá vaxa þau og þroskast. Það þarf ekki nema örlítið af mjólkinni, svo litið, að hið eiginlega næringargildi hennar er hverfandi. Ameríkski visindamaðurinn Collum ætlar, að i mjólkinni sé tvenns konar bætiefni. Hann nefnir þau A-efni og B-efni. A-efnið kemur fyrir í mjólkur- feitinni, smjörinu, en B-efnið í mjólkurvatninu (mjólkurserum). B-efnið er einnig í geri og plöntu- fræi, en A-efnið einnig í eggjarauðu og í þorskalýsi, en ekki í venjulegri plöntufeiti. í þessu sambandi má geta um eftirtektarverðar til- raunir, sem gerðar voru nýlega á búgarði í Dan- mörku, í því skyni að komast að því, hvort hægt væri að nota undanrennu með plöntufeiti i staðinn fyrir nýmjólk til þess að ala upp grísi og kálfa. Bómullarfræolíu, línolíu og kókosfeiti var strokkað saman við undanrennuna, svo mjólkurblandan varð jafn feit og nýmjólk. Grísirnir og kálfarnir, sem plöntufeitismjólkina fengu, þrifust ekki þegar til lengdar lét; þeir fóru brátt að léttast og fengu jafn- vel krampa. Enn aðrir grisir og kálfar, sem ekki fengu aðra mjólk en undanrennu fitulausa, þrifust og uxu. Þessar tilraunir sanna raunar ekki, að dýrin hafi vantað bætiefni, því þau fengu öll bæði hey, hafra og rófur, en þær virðast sanna það, að plöntu- feiti sé eitur fyrir ung dýr.1) Þetta virðist benda ó, að smjörliki sé varhugaverð fæða fyrir þörn. Menn hafa deilt um það, hvernig eigi að skoða þessi bætiefni eða Vitamin-efni, hvort heldur sem gerðarefni2) eða sem næringarefni i eiginlegum 1) Orla-Jensen: Vilaminer. Naturens Verden 1. árg., 12. li. 2) Gerðarefni (enzym) eru lifræn efni, sem valda efna- breytingu án þess að ganga í samband við önnur efni og án pess að það sjáist, að þau eyðist við það. Pess konar efni eru t. d. pepsin og lileypir og önnur mellingarefni.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.