Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 16

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 16
258 Sigurður Magnússon: | iðunn það alkunnugt, hve hressandi og lyslug kjötsúpa er. Fyrir skömmu þótti kjötsúpa lítilsverð sem fæða, vegna þess að hún hefir lítið af liinum eiginlegu næringarefnum, en þá þektu menn ekki bætiefnin. Súputeningar og »extrakt« það, sem í búðunum fæst, mun vera bætiefnalaust. Ef fiskur og kjöt er gufusoðið eða steikt, þá haldast bætiefnin fremur í því. Eins og áður er sagt rýrna bætiefni mjög við þurkun, niðursuðu og langa geymslu í salti. í korntegundunum er tillölulega mjög mikið af bætiefnum. Bezt að því leyti eru bygggrjón, og þar er bætiefnunum jafnað um alt kornið, en eru ekki að eins úti við hýðið eins og i hrísgrjónunum. Bygggrjónagrautur er því einhver hin hollasta fæða, og ætti að nota hann meira en gert er. Virðast bæti- efni korntegundanna þola vel geymslu og þurk. Gróft brauð er betra en fínt, þvi það gildir hið sama um rúg og hveiti sem um hrisgrjón. Kex og skonrok og þess konar hart brauð, sem bakað er við langvarandi háan hita, er bætiefnasnault. Jarðepli, rófur og grænmeti er auðugt að bætiefnum og hin hollasta fæða, en við suðu fara efnin mjög út í vatnið, og má það því ekki fara til spillis. Þurkað grænmeti er bætiefnalaust og því lítils virði. Nýir ávextir og ber er einhver hin bætiefna-auðugasta fæðutegund. Sennilegt þykir, að öl og vín séu bætiefna-auðug, og sé það vegna þessara efna, en ekki vegna vínandans, að þessir drykkir auka matarlyst og hafa hressandi áhrif, sé þeirra neytt í hófi. Öðru máli er að gegna um whisky, brennivfn og aðra eymda drykki. t*eir eru varhugaverðir. Annars er margt enn óljóst um þessi bætiefni, en búist er við, að þessar nýungar i fæðufræðinni muni valda ýmsum breytingum í mataræðisreglum sjúk- linga. Ég get tekið eitt dæmi til skýringar. Þegar sjúklingur hefir lífsýki, þá var og er oft fyrirskipað

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.