Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 18

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 18
260 Viðíinnur: Dauði? i ÍÐUNN Því lííið er eilíft, og lífið er guð, og að lífinu starfa þú skalt. Þótt máttlitlir séum með markaða braut, lítil maurildi’ í víðsævi húms — ein örstundar viðkoma’ eins aflgeisla’, er þaut fram um eilífðir tima og rúms —, þótt persónan sjálf geti sizt talist gild til að setjast á alsælutind, við orkum þó miklu’, ef oss vantar ei vild, því að verk hvert er eilifðarlind. Hver örlitill steinn, sem þú varpar á ver, reisir víðförul hringbáruföll. Hvert ljós, sem þú kveikir, hve litið sem er, á sér leið gegnum sólkerfin öll. Hver tónn, sem þú vekur, hann vindur sér skjótt út um víðgeim, í eilífum sveið. Hvert verk, sem að vinnurðu, ljúft eða ljótt, teygir limar um aldanna skeið. Vefum, vefum voðir alda, aldavoðir okkar börnum. Mjúkar, hreinar, magni læstar. Bindum nöfn í breiða dúka.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.