Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Síða 22
‘264
Gilbert Parker:
| IÐUNN
koma ríðandi yfir Lönguhlíð. Þetta gladdi augað. Ég
get ekki sagt hvers vegna, en bæði hest og reiðmann
bar svo hátt og greinilega við himin, að þeir sýnd-
ust stærri og einkennilegri en venjulega. Skygnið var
svo gott, að það var eins og alt stækkaði í því.
Reiðmaðurinn staðnæmdist augnablik á háhryggnum
og kom hann manni þá fyrir sjónir eins og sendi-
boði norðan úr heimskautslöndum, þessum heim-
kynnum allra kynja og feikna. En auðvitað var þetta
að eins ferðalangur eins og við hinir, og að hálfn
stundu liðinni var hún komin til okkar. —
— Já, þetta var stúlka í karlmannsbúningi. Hún
gerði enga tilraun til að leyna þessu; henni þótti
þetta þægilegra. Hún hefði komið hjartanu til þess
að hoppa í sumum mönnum, eins og t. d. Macavoy
eða þá þeim guðhrædda og orðvara Mowley, sem
þarna situr. —
Það var ekki laust við háðhreim í röddinni við
síðustu orðin, sem Pétur sagði, þvi að honum vai'
það kunnugt, að veiðimaðurinn hafði það til að
bregða fyrir sig ritningargreinum, er honum þótti við
eiga og hann rakst á presta; en því ógætnari gat
hann verið í tali sínu við konur, ef því var að skiftæ
Mowley brosti hálf-vandræðalega; en Macavoy íor
að skellihlæja, smjattaði á pípumunnstykkinu o g
sagði:
— Ajæja, Pétur, ekki skal ég berja í brestina, enda
eru það engar stórsyndir, syndirnar mínar. —
Pétur sneri sér við á bekknum, studdist á bmn
olnbogann, fiktaði ögnlítið við vindlinginn sinn og
hélt svo áfram: — Hún var komin langt að og var
dauðþreytt; og svo var hún orðin stirð, að hun
komst varla úr söðlinum, og hesturinn því nær upp"
gefinn. Samt sem áður var hún nógu falleg svona 1
karlmannsklæðunum, með uppmjóa húfu á höfðinu og
skammbyssu í beltinu. Þrýstin var hún ekki, heldur