Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Blaðsíða 28
270
Gilbert l’arker:
[ IÐUNN
makkana hlið við lilið og hófarnir skullu á sléttunm
eins og járnkarlar, og svona fleygðust þeir áfram
sem fætur toguðu á harða, helvítis-stökki. — R8
vissi af föntunum á eftir mér, þótt ég sæi þá ekki
nema einu sinni á einum hálsinum svona þrjá fjórð-
unga úr mílu á eflir okkur. Svona riðum við hverja
klukkustundina á fætur annari með 10 mínútna hvíld
við og við til þess að fá okkur að drekka eða teygj3
úr fótunum. Við yrtum varla hvort á annað, en ekki
get ég neitað því, að mér var farið að hlýna til þess-
arar stúlku, sem hafði riðið svona þindarlaust fram
undir 40 mílur á 24 tímum.
— Rétt fyrir dögun, þegar ég var farinn að halda,
að við myndum auðveldlega geta komist undan, el
stúlkan þyldi þessa fanlareið, ef hún ekki dræpi hana
lireint og beint, rak sá rauðbrúni fólinn ofan í gjótu
á sléttunni, svo að bæði stúlkan og hesturinn duttu
kylliflöt til jarðar. Hún gat varla hreyft sig, svo var
liún orðin þrekuð, og hún var orðin náföl. En hest-
urinn var fótbrotinn, svo að ég varð að skjóta hann.
Stúlkan beygði sig niður yfir hann og kysti vesalings
skepnuna á hálsinn, en mælti ekki orð af munni.
Þegar ég lyfti henni upp á Táfeta minn, bar ég var-
irnar að hálskraga hennar. Heilaga guðs móðir! livað
gal ég annað gerl. Hún var svo ári hugrökk, stúlkan!
— Það sást rétt skíma fyrir óljósri grárri dagsbrun
úti við röndina á sléttunni, uppi yfir sandhólunun).
Og þeir lágu svo skínandi rólegir þarna á dökkgrænni
sléttunni. En ég vissi, að það var slrokkur þarna
niður undan þeim, er gat koinið þessum sandöldum
á hreyfingu og gleypt heilar hersveitir. Hver getui
sagt, af hverju þetta stafar? Ef til vill er eitthvert
vatnsrensli þar neðanjarðar og í því ýmist flóð eða
fjara. Það veit enginn. En þessar sandkvikur eru eins
og sjóskrimsli á þurru landi. Dag hvern um sólar-
upprás fara þær að iða og kvika, — að mala,