Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 34

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 34
276 Vilhjálmur Stefánsson: [ 1O0NN kunnáttu í málinu. Auk þess var fólkið viðkunnanlegl- Ekki einungis svo, að það væri hugðnæmt rannsókn- arefni, eins og raunar allar frumþjóðir, fyrir þann, sem leggur stund á mannfræði, heldur voru þetta og glaðlyndir, öruggir og ágætir félagar. Auðvitað hefði mátt eignast óvini meðal þeirra, en þó frekar vini; það var eins og fólk ílest, eins og ég og þú, en mannkostir þess þó á öllu hærra stigi en vor á meðal. Hin harða lífsbarátta þeirra við þau örðugu kjör, sem þeir áttu við að búa, hafði kent þeim að lifa saman í friði og eindrægni.« (bls. 2—3). Þarna fékk V. St. og með hvalveiðamönnum að norðan fregnir af Eskimóum, sem um langan aldur virtust ekki liafa haft nein mök við hvíta menn. Með háskólafélaga sínum, dr. Anderson, sem var orðinn leiður á menningarprjálinu, en að öllu ágæf' lega vel fallinn til slíkrar ferðar, lagði því Vilhj. Stef. upp í þessa minnisverðu rannsóknarferð 22. apríl 1908. 24. júlí komu þeir að fyrsta Eskimóa-þorpinU (Eskimo camp) á norðurströndinni við mynni Mack- enzie-fljótsins. En þaðan fóru þeir vestur á bóginn með hvalveiðaskipinu »Karluk« til Point Barrow og lengra. Snéru siðan aftur austur á bóginn með haust- inu og lentu í Smiths-flóa, mjög á móti vilja sínum- Pó héldu þeir áfram nokkru síðar til Colville og nokkuð lensra austur á bóginn til að hitta dr. And- erson, en sneru síðan við vestur aftur og dvöldu 2 mán. skeið um háveturinn í hvítra manna híbýluBi í Point Barrow. 6. marz 1909 tóku þeir sig aftur upp til þess að halda austur á bóginn og hitta dr. And- erson, sem starfaði að jarðfræði- og dýrafræðisrann- sóknum í Endicottfjöllum fyrir sunnan Barter-eyju- Peir fundust, og svo sneri Vilhj. um stutta stund við til Smiths-ílóa og Point Barrow til þess að búa sig undir austurferðina að fullu og öllu. Svo lögðu þeU" af stað austur 25. maí — dvöldu nokkra stund meðal

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.