Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Qupperneq 40
282 Vilhjálmur Stefánsson: [iÐUNN
eða jakkanum, sern hún gæli stagað saman fyrir mig-
Hún hefði soðið handa mér ögn af selskjöti, en ekk-
ert spikið, af þvi að hún vissi ekki, hvort ég vild'
það hrátt eða soðið. Sjálf brytjuðu þau það niður >
smábita og ætu það hrátt; en enn héngi potturinn
yfir ljóskerinu, svo að það væri hægur hjá, og soðið
væri það á svipstundu.
Þegar ég sagði henni, að mér þætti það líka bezl
hrátt, gladdi það hana mikillega. Menn líktust þa
hver öðrum, jafnvel þó þeir kæmu langt að. Hún
myndi þvi fara ineð mig alveg eins og hvern af
sínum eigin ættstofni, sem kominn væri til þess að
heimsækja hana langar leiðir að; og i raun réttn
hlyti ég að vera af hennar stofni, því að hún hefði
heyrt, að árans Ilauðhundarnir, er byggju sunnar,
töluðu annarlegt mál, en ég talaði aðeins með litlum
útlenzkublæ.
Þegar við komum inn, var búið að færa selskjötið
upp úr pottinum og rauk nú af því, þar sem það la
á skákinni. Þá er húsmóðirin hafði orðið þess a-
skjmja, að ég mundi hafa líkan smekk og hitt fólkiö,
skamtaði hún mér framhreyfann af sel, hristi hann
milli handa sér, lil þess að vera viss um, að ekkr
drypi af honum, og rétti mér hann síðan ásamt eir-
hníf sínum; næstbezta bitann rétti hún svo bónda
sínum og skamtaði síðan hinu fólkinu á líkan hátl*
Þegar þessu var lokið, var enn tekinn frá biti,
mig skyldi Ianga í meira; en liinu, sem eftir var,
skiít i fjóra parla, að því er mér var sagt, til
handa fjórum fjölskyldum, sem áttu ekkert ferskt
selskjöt. Litla fósturdóttirin, sem var sjö—átta ára,
var ekki farin að borða, en tók nú trébretti og færði
fjölskyldum þessum kjötið. Mér varð á að hugsa, að
þessir 4 bitar, sem burt voru sendir, væru mun minni
en skamtur hvers okkar hinna, og að þeir sem fengjn
mundu naumasl fá fullan saðning af; en svo sögðn