Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Síða 42
284 Vilhjálmur Steí'ánsson: [IÐUNN
var gengið; aftur á móti tók suðukerið, inataráhöldin
og trönurnar til þess að þurka klæðin á upp allan
vinstri helminginn. í hinni skeifumynduðu dyragíett
stóðu þrír hundar húsbóndans og biðu þess, að ein-
hver væri búinn að naga bein sitt, en við íleygðum
þeim þá hverju á fætur öðru í hundana, sem fóru með
þau út í göngin og sneru aftur jafnharðan og þen’
voru búnir með þau. Þegar máltiðin var á enda,
snáfuðu þeir allir burt af sjálfsdáðum, hringuðu sig
niður í göngunum eða fyrir utan og fóru að sofa.
Það var tvíréttað hjá okkur, fyrst kjöt og síðan
súpa. Súpan er búin til á þann hátt, að köldu sels-
blóði er helt út í soðið jafnskjótt og kjötið hefir verið
fært upp úr pottinum, og svo er hrært í öllu saman,
þangað til komið er undir suðu, en aldrei full-soðið.
Með þessu verður súpan álíka þykk og enskar baunir,
en ef hún fengi að sjóða, myndi blóðið lifra og setjast
á botninn. Þegar rétt er komið að suðu, er slökt a
suðukerinu, sem potturinn hangir uppi yfir, og nokkr-
um hnefum af snjó þvi næst sáldað úl á, svo að
hægt sé að drekka súpuna. Með ofurlítilli ausu fylfir
húsmóðirin síðan moskusuxahornin og fær hverjum
sitt drykkjarhorn. Séu hornin ekki nógu mörg, verða
tveir eða fleiri að drekka tvímenning, eða sumir að
bíða, þangað til hinir eru húnir.
Þegar ég var húinn að borða nægju mína af fersku
selskjöti og búinn að drekka tvær merkur af blóð-
súpu (villibráð), settumst við húsbóndinn lengra upp
á íletið til þess að sitja okkur hægar með því aö
halla okkur upp að bólstrum af mjúkum hreindýra-
feldum. Og svo lókum við að masa um hitt og þetta-
Raunar spurði hann og konan hans mig að eins
fárra spurninga og þá að eins slíkra spurninga, sem
ekki gátu talist óhæverskar, hvorki frá þeirra sjónar-
miði né okkar. Þeim var það fullkomlega ljóst, sögðu
þau, hvers vegna við höfðum skilið eftir konuna,