Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 43

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 43
IÖONN] l)völ raín racðal Eskimóa. ?85 sem með okkur var, þegar við vorum komnir á slóð þeirra, þvi að það er altaf öruggara að gera ráð fyrir því, að féndur sitji á fletjum fyrir; en nú er við viss- um, að þeir væru okkur bæði vinveittir og hrekk- lausir, æltum við að leyfa þeim að senda sleða eftir konunni þegar að morgni. f*au höfðu oft heyrt þess getið, að forfeður þeirra hefðu hitt fólk að vestan, og nú er þau höfðu verið svo heppin að hitta menn að vestan, þætli þeim líka gaman að sjá kvenmann þaðan. f*að hlyti að vera langt til landsins, sem við komum frá; os værum við nú ekki orðnir svo þreyttir á þessu ferðaiagi, að við vildum dveljast með þeim sumarlangt? Náttúrlega þætti þeim, sem byggju fyrir austan þá, líka gaman að sjá okkur og myndu reyn- ast okkur vel, nema ef við færum alt of langt austur á bóginn og rækjumst á Netsilik-Eskimóa (á Vilhjálms- eyju), en það væri ilt fólk og undirförult og hefði — Þótt undarlegt þætti — enga höku. Handan við þá kyggjo. eftir því sem þeim hafði verið sagt, hvitir ^ienn (kablunat), sem við náttúrlega hefðum aldrei beyrt getið um, þar sem við kæmum að vestan, og hvítir menn búa allra þjóða lengst burtu i austur. ^ð sögn tíðkaðist með þeim ýmiskonar vanskapn- aður; sumir væru t. d. sagðir að hafa að eins eitt aaga í miðju enni, en auðvitað væri þetta ekki áreið- aolegt, því að fregnir, sem bærust svo langt að, væru l^fnan vafasamar. En mjög þættu hvítir menn kenj- °dir í hátturn sínum; gæfu þeir Eskimóa eitthvað, tækju þeir aldrei neitt í staðinn, og ekki ætu þeir góðan, algengan mat, heldur legðu þeir sér margt það til munns, sem hver annar óbreyttur maður gæti e^ki lálið sér til hugar koma að neyta nema hann Vaari að því kominn að verða hungurmorða. Og alt Þetta gerðu hvitir menn, þótt þá ræki engiun nauður með því að gnægð væri bæði af hvölum og sel- Utn, fiskum og jafnvel hreindýrum í þeirra landi.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.