Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Qupperneq 48
290
Villijálmur Stefánsson:
I IÐUNN
hefðu feður þeirra haft margt að segja, en ekki til
hins fjarlægari kynþáttar, sem félagi minn Natkusiak
væri kominn af, enda væri sú mállýzka ólíkari en
okkar og þeir hefðu ekki heyrt um þann kynþátt
getið fyr en í gær. En — fanst þeim þá ekki, að ég
væri undarlega eygður (augnliturinn blár) og skrítinn
litur á skegginu (sem var Ijósjarpt), og fanst þeim
ekki líklegt, að ég væri einhverrar annarar þjóðar?
Svarið var alveg afdráttarlaust: — »Við höfum engn
ástæðu til að halda, að þú sért annarar þjóðar. Mál
þitt er að eins ofurlítið ólíkara okkar máli en mál
þeirra kynþátta, sem við verzlum við á hverju án,
og að því er snertir augu þín og skegg, þá svipaf
því mjög til suinra nábúa vorra fyrir norðan, sem
þú verður að heimsækja. þetla eru beztu vinir okkar,
og það mun angra þá mjög, ef þú heldur lengra
austur á bóginn án þess að heimsækja þá«. — Við
komum okkur þvi saman um, að við skyldum a
morgun heimsækja þetta fólk á Vicloríu-eyju, sem
nú hafði verið lýst svo fyrir mér, að ég gat hugsað
að hitta þar eflirkomendur einhverra af mönnum
þeim, er fórust í Franklíns-leiðangrinum. — Nú veit
ég raunar, að þetta verður að skýra á annan hátt.
Eitt af því, sem mér Iék einna mest hugur á, var
að sjá þá skjóta eiryddum örvum af þessum sterk-
legu bogum, sem þar voru í hvers manns eigu. Því
sagði ég þeim, að mig langaði lil þess að sjá, hvernig
þeir bæru sig að með að veiða hreindýr, og skylði
ég svo í staðinn sýna þeim vopn þau og aðferðir,
við notuðum. Sex menn sendu þegar heim eftir bog-
um sínum, en snjóvarða, sem höfð var að skotmarki,
var hlaðin gegnt húsinu. Færið, sem unt var að hitta
í mark, er var 1 fet að ummáli, nokkurn vegion
reglulega á, var frá 40—50 álnir, og það, sein bogarnn
drógu lengst, voru liðugar 150 álnir, en færið, sem
hreindýrin venjulegast voru skotin á, voru liðugar