Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Side 49

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Side 49
IÐUNN1 Dvöl mín meðal Eskimóa. 291 100 álnir eða 33 faðmar. Þegar þeir voru búnir að sýna mér þetta, setti ég upp stöng í hér um bil 100 faðma fjarlægð og skaut á hana. Fólkið, sem stóð alt í kringum mig, karlar, konur og börn, hafði ekki hugmynd um, hvað ég ætlaði mér, en þegar það heyrði hvellinn, flýðu konur og börn inn í húsin, en karlmennirnir hörfuðu aftur á bak um 40—50 fet og töluðu með miklum æsingi hver við annan að haki snjógarði einum. Ég fór strax til þeirra og bað þá um að koma með mér að stönginni og sjá, hvað orðið hefði. Eftir nokkrar málalengingar fékk ég þrjá til að koma með mér, en því miður hafði ég ekki hæft. Við þetta lélli þeim; en þegar ég sagði þeim, að ég ætlaði að reyna aftur, voru þeir því mjög mót- fallnir og sögðu, að ég mundi fæla selinn burl frá veiðistöðvum þeirra og þá tæki fólkið að svelta. En mér virtist óhjákvæmilegt að sýna þeim og sanna, að ég gæti, það sem ég segði, gæti skotið gegnum stöngina á 100 faðma færi, og þrátt fyrir öll andmæli þeirra bjó ég inig til þess að skjóta aftur um leið og ég sagði þeim, eins og satt var, að við notuðum þessi vopn til selveiða vestur í landi og að skothvellirnir fældu ekki selinn burt. Ég liitti nú í öðru skoti, en þeir virtust ekki vera svo mjög hlessa á farinu eftir kúluna í stönginni eins og á hvellin- um. Og yíirleitt virtust þeir alls ekki undrast þetta. ^egar ég sagði þeim, að ég gæti skotið hvítabjörn eða hreindýr á jafnvel helmingi lengra færi, þótti þeim það ekkert mikið, en spurðu mig, hvort ég nieð rifli mínum mundi geta skotið hreindýr, sem væri hinum megin við fjallið. Éegar ég sagði þeim, að það gæti ég ekki, fóru þeir að segja mér frá töfra- inanni miklum (shamana) hjá einum nágranna-flokk- 'oum; hann ætti kynja-ör, er gæli hæft hreindýr handan yfir fjöll, og það hversu há sem fjöllin væru. h'eim þótli með öðrum orðum ekkert til skotlagni

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.