Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Blaðsíða 51
IÐUNNI
Dvöl mín meðal Eskimóa.
293
um vitað, hvar við eigum að liggja í launsátri fyrir
þeim?« — Þegar þeir heyrðu, að sjóngler mín gætu
«kki skygnst inn í framtíðina, var eins og þeir yrðu
fyrir vonbrigðum og létu sér fátt um finnast kyngi
vora, þar sem þeir þóttust vissir um, að þeirra eigin
föframenn kynnu ráð til þess að sjá, hvað morgun-
dagurinn bæri í skauti sér.
í annað sinn var ég að lýsa snilli skurðlækna
Vorra. Þeir gætu svæft mann og meðan maður svæfi,
gætu þeir tekið úr manni nokkuð af innýflunum eða
annað nýrað, og svo vissi maður ekki einu sinni,
þegar maður vaknaði, hvað við mann hefði verið
gert, nema það sem aðrir menn segðu manni, og svo
sæi maður auðvitað saman saumaðan skurðinn.
Læknar vorir gætu meira að segja tekið líffæri úr
einum manni og sett það í annan. Að vísu hefði ég
sldrei séð þetta gert, en það væri á almanna vitorði
i minu landi, að þetta ætti sér stað. — Nú; svipað
ætti sér stað í þeirra landi, sagði einn áheyrenda
neinna. Sjálfur haíi hann átt vin, sem þjáðist af bak-
verk, þangað til einn af töfralæknum þeirra tókst á
hendur að lækna hann. Næstu nótt, á meðan hann
Svaf, tók hann úr honum endilangan hrygginn, sem
Var allur sýktur, setti nýjan hrygg í staðinn og —
það sem var merkilegast af öllu — ekki var neitt
saumfar að sjá á hörundi sjúklingsins og engin verks-
^mmerki þess, sem gert hafði verið. Að vísu hefði
sögumaður ekki séð þelta sjálfur, en þetta væri á
aUra vitorði meðal landa hans. Úr öðrum hafði verið
tekið hjartað og hafði hann fengið nýtt í staðinn.
^íeð öðrum orðum, Eskimóinn trúði jafn-fastlega
Þvi, sem hann sagði, og ég því sem ég sagði; hvor-
ugur okkar hafði séð þetta gert, en því var alment
trúað með báðum þjóðum, og það sem hann sagði
af sínum töfra-læknum var undraverðara en það,
sem ég gat sagt af mínum. Ég varð meira að segja
Iðunn IV. 20