Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 54

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 54
296 Per Sivle: ( iðunn kveldi, þegar konurnar tilkyntu, að kvöldverðurinn væri framreiddur. Eftir kvöldverðinn sat ég nokkra stund og skrafaði við húsbændur mína og einn eða tvo gesti aðra og síðan gengum við öil heim til min» en þar var þá helmingur allra þorpsbúa saman kom- inn líkt og kvöldið áður. En þeir dvöldust þar að eins stutta stund og um kl. 11 hafði síðasti gestur- inn boðið okkur vingjarnlega góða nótt. Og þannig lauk fyrsta degi okkar meðal Eskimóanna á VictoríU' eyju. [Niöurlag næst.] Kvöldið. Eflir Per Sivle. [PenSivle, norskt sagna-og ljóðskáld (1857—1904), varö eitt hið helzta pjóðskáld Norðmanna siðustu ár ævi sinnar, einkum fyrir sagnakvæði sin og náttúrulýsingar: Noreg (1894), Bersöglis- og andre viscr (1895), Skaldemaal (1896) og Olavs-kvæde (1901). — Sögnin segir, að meðan hann gekk á lýðháskóla, hafi hann pjáðst af svo áköfu punglyndi, að hann hafi stundum verið að hugsa um að fyrirfara sér. Einu sinni sem oftar hafði hann gengið út 1 skóg um kvöld með pað áform í huga. Pá átti petta kvæði að hafa orðið til. En að pvi loknu hefir hann líklega tekið undir með Agli: »Skal ek pó-------óhryggur — heljar bíða«- Kvæðið hijóðar svo í islenzkri pýðingu:] Eitt kvöld, þegar harmur í hjarta mér bjó, og hugurinn flaug yfir tímanna sjó, ég reikaði einn út í ilmandi skóg, — mig einveran lokkaði, góðviðrið dróg.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.