Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Qupperneq 55
Kvöldið.
297
Og himinninn hvelfdist svo heiður og skær.
Frá hverri grein andaði loftsins blær:
»Hæ, hæ og hó!
Ertu þarna, Pétur, sem aldrei finnur ró?
Lagsi, nú áttu að læra í kvöld,
að lífið borgar þó öll sin gjöld«.
Og glitklæddu hlómin og grannvaxin strá
í geislana teygðu sig æskuhraust;
þau uxu svo lífþrungin leið minni á
hjá laufinu skrælnaða’, er fauk í haust.
Mér virtist þau kollinum kinka til mín,
sem kenna þau vildu mér fræðin sín:
»Hæ, hæ og hó!
Ertu þarna, Pétur, sem aldrei finnur ró?
Lagsi, nú áttu að læra í kvöld,
að lífið borgar þó öll sín gjöld«.
Og kvöldblærinn lék sér um lauftrjánna göng
í leiftrandi geislum frá hnígandi sól.
Og gaukurinn galaði og sólskríkjan söng,
og sikátur lævirkinn snerist sem hjól.
En aleinn ég reikaði, hryggur i hug.
Þá heyrðist mér alt vera’ að kveða’ í mig dug:
»Hæ, hæ og hó!
Ertu þarna, Pélur, sem aldrei finnur ró?
Lagsi, nú áttu að læra í kvöld,
að lífið borgar þó öll sín gjöld«.
t*á varpaði’ eg öndu, sem brystu’ af mér bönd,
og bana-ylgjan úr hjartanu drógst;
og ljúflega rétti ég lífinu hönd
og loftveigar svelgdi við fjörgjafans brjóst.
Og brosandi leit ég á blómskrautið alt,
með blíðróma fuglunum söng ég þá snjalt: