Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Qupperneq 60
302
Ágúst H. Bjarnason:
IIÐUNN
var allsendis óhæf til þess að ala nokkurt lifsfrjó í
skauti sér. En svo að vér sjáum, hversu ástatt var,
skulum vér reyna að setja oss það sem skýrast fyrir
hugskotssjónir.
Sú var tíðin, að jörðin var glóandi hnöttur líkt og
móðir hennar, sólin, er enn þann dag í dag. Berg-
tegundir þær og málmar, sem nú mynda jarðskorp-
una, voru þá eldur glóandi og eimyrja og sjóðheitt
gufuhvolfið sveipaði hinn glóandi hnött skýjareifum
sínum. Þá var svo heitt hér á jörðu, að hitinn hefir
numið þúsundum stiga, og ólgan og æsingin í hin-
um bráðnu, fljótandi og loftkendu efnum hefir verið
feykileg,
En svo liefir yfirborðið fyrir hina megnu útgufun
til himinhvolfsins farið að smákólna, og á yfirborði
jarðar hafa farið að myndast skæni eða skánir af
fóstuin efnum. Síðan hefir storknun þessari haldið
áfram sí og æ, þrátt fyrir ítrekuð eldsumbrot og þar
af leiðandi jarðrösk, þangað til föst skorpa var
komin á allan hnöttinn. Og upp frá því hefir skorpa
þessi verið að smáþykna, þangað til hún var orðin
það, sem hún nú er. En ennþá eimir eftir af glóð-
inni í iðrum jarðar, — það sýna bezt jarðskjálft'
arnir og eldgosin, hverarnir og hinar heitu laugar.
Þegar jarðskorpan var mynduð, tók eðlilega út-
gufunin út í himingeiminn og hilamagnið á sjálfn
jörðunni að minka. En af þessu leiddi það, að gufur
þær, sem voru í gufuhvolfi jarðar, tóku að þéttast
og féllu þá smámsaman til jarðar ýmist sem úði eða
regn. Vatnið safnaðist fyrir í dældum og dölum
varð smámsaman að vötnum þeim og höfuin, ei
síðan hafa verið á yíirborði jarðar, þótl þau hafi
breyzt allmjög, eftir því sem jarðskorpan hófst eða
seig hér og þar.
Þegar hér var komið sögu og orðin var skiftmg