Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 62

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 62
304 Agúst H. Bjarnason: [ÍÐUNN En hinni spurningunni er erfiðara að svara, hvernig' það sé til orðið og í þvi er öll lifsgátan fólgin. Það er þaulreyndum efnafræðingum einum ætlandi að ráða fram úr þessari örðugu gátu og þeir virðast vera á góðum vegi með það. En þó munu þeir fá sig fullreynda á henni, áður en þeir hafa ráðið hana að fullu. Það er nú þegar ýmislegt sem bendir á, að það muni vera hitinn sem markar efnaþróuninni braut, alt frá öreindunum og upp að hinum flóknustu líf- efnasamböndum. í frumhvelinu, sem er foreldri sólar og allra fylgihnatta hennar, var hitinn afskaplegur, enda koma þar að eins öreindirnar og frumeindir hinna léttustu frumefna fyrst í Ijós. Og meðan alt er hvítglóandi eins og í eimhvolfl sólar, koma frum- efnin ein í Jjós og þá oft að eins í líki hinna svo- nefndu for-efna fproto-elementsj. Þegar hitinn minkar fara tvíþætt ólífræn efnasambönd að myndast. Og við enn lægri hitastig fara sölt og önnur efnasam- bönd að myndast. En úr því verða efnasamböndin æ flóknari, eflir því sem hitinn minkar, og mynda þá ekki einungis frumeindirnar ýmsar sameindir (molekulj, heldur fara og sameindirnar aftur að mynda stærri sameinda-heildir, svonefndar fjöleindir (samsett molekulj, er haga sér líkt og einfaldar sameindir. Þessar fjöleindir geta verið af tvennskonar tagi, ann- aðhvort ólifræn steinefni og taka þá venjulegast á sig einhvers konar krystallsmynd (crystaloidaj, eða þá lífræn slimefni og eru þá oft hveljukend eða lím- kend (colloidaj. Þessar lífrænu fjöleindir gela nú orðið svo samsettar, eins og sýnt hefir verið (Iðunn, II. ár, bls. 58 o. s.), að þær hafi mörg hundruð frumeindir í hverri sameind og þær myndast ekki fyr en hitinn er kominn á tiltölulega lágt stig, þetta um og undir 40° C., en þessar fjöleindir verða einmitt að undir- stöðu lífs og meðvitundar.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.