Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Side 65

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Side 65
IÐUNN] Heimsmyndin nýja. 307 nú bezt að taka með varúð að svo komnu máli, og hitt miklu betra að reyna að gera sér skiljanlegt, hvernig viðfangsefni þetta horfir við efnafræðingun- um, og í hverju lífsgáta sú, sem þeir ætla sér að reyna að ráða, er eiginlega fólgin. — Fyrstu lífsverurnar, sem til urðu, urðu að geta haldist við á ólifrænum efnasamböndum, þvi að öðru var þá ekki til að dreifa. Nú er það vitanlegt, að llestar jurtir lifa enn þann dag í dag á ólífrænum efnum og breyta þeim í lífræn efnasambönd. Og líks eðlis hljóta hinar fyrstu lífsverur að hafa verið, hafa haft sama hæfileikann. En hvernig fara þá jurtirnar að þessu; hvaða tilfæringar hafa þær til þessa? Þær fara að þessu á þá leið, að þær með hinni svonefndu blaðgrænu sinni (chlorophylj, sem er fiókið lifefnasamband, safna að sér sólarljósinu eða geislaorku sólar og breyta henni i efnaorku, sem þær svo nota til þess bæði að kljúfa hin ólífrænu efna- sambönd í frumefni þeirra og búa siðan til úr þeim 'ifræn efnasambönd, er þær geta lifað á. Á því stigi þróunarinnar, sem vér enn erum á, lifa nú allar lifs- verur jarðarinnar beint eða óbeint á þessari einu oi'kulind, sólarljósinu, hinar grænu jurtir beinlínis 'neð því að hagnýta sér það til þess að búa til líf- ræn efnasambönd, hinar aðrar lifsverur óbeinlínis >neð því að lifa bæði á jurtum og öðrum lífsverum, sem þegar hafa þessi lífrænu efnasambönd i sér fólgin. í sjálfum jurtunum hafa þeir partar jurtarinnar, sem ekki hafa neina blaðgrænu til að bera, ekki heldur neinn mátt lil að búa til lífefni úr ólifrænum ehiasamböndum, enda fá þessir partar jurtanna líf- efnasambönd sín frá hinum grænu pörtum þeirra, og 0rkuna úr þeim nota þeir svo í sínar þarfir, sumpart ffi þess að vaxa og þróast og búa til ný lífefnasam- sainbönd, en sumpart til að geyma hana sem orku-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.