Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Síða 66
■308
Ágúst H. Bjarnason:
[IÐUNN
forða til handa sjálfum sér eða næstu kynslóðum i
líki rótarknúða, ávaxta eða sæðis.
Raunar eru líka til jurtir og jurtkynjaðar verur,
sem ekki liafa neina blaðgrænu til að bera og verða
því að lifa af öðrum jurtum eða dýrum. Þess vegna
eru þær nefndar afætur (parasiler). Slíkar lífsverur
eru t. d. sumir þörungar og kinar svonefndu sótt-
kveikjur (baderia), svo og ýmsir rotnunargerlar. Allar
þessar lífsverur leitast við að sundra og uppleysa
lífsvefi annara jurta og dýra til þess að ná í orku
þá, sem í þeim er fólgin, sjálfum sér til handa.
Þannig herja sóttkveikjurnar með eiturvessum sínuin
á orkuforðabúr jurta, dýra og manna, fjöleindirnai'
i lífsvefjum þeirra, og leysa þær jafnframt sundur,
en orkuna úr þeim nota þær til viðhalds sjálfum ser.
Rá eru dýrin. Þau nærast líka á jurlalíkömunum
eða á öðrum dýrum og innbyrða um leið orkuforða
þeirra. Með meltingarvessum sínum brjóla þau upP
forðabúr eða orkugeyma jurta og dýra, fjöleindirnar
úr lífsvefjum þeirra, og úr næringarefnum þessum
búa þau sér svo til ný efnasambönd, nýja orku-
geyma, sem ef til vill eru enn flóknari, sem sé fjöl"
eindir þær, sem finnasl í hinum lifandi dýrafrumum.
Nokkur hluti af næringarforða dýranna er nú raunar
sýrður (oxyderaður) með lífsloftinu og efnasambönd-
um hans sundrað í ólífræn efni til þess að ná ur
þeim nægilegri starfsorku (akluel energi) handa lífs"
verunni; en hinn hluti næringarforðans er geymdur
sem staðbundin efnaorka eða staðorka (potenti^
energi) í hinum flóknu efnasamböndum lífsvefj3
hennar og ekki notaður fyr en til þarf að taka.
Þannig má segja að allur hinn lifandi heimur liö
beint eða óbeint á orkuforða þeim, er jurtirnar hafa
safnað sér með blaðgrænu sinni úr geislamagni sólar,
og eru því allar lifandi verur beint eða óbeint sann-
kölluð ljóssins börn. En ekki er hinu heillaríka