Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Síða 69
iðunn] Heimsmyndin nýja. 311
forða sinn, þangað til hann verður hagnýttur á einn
eða annan hátt.
Nú eru efnasambönd blaðgrænunnar alt of marg-
brotin til þess, að þau geti táknað fyrsta skrefið úr
ríki hinnar líívana náttúru yfir í heim hinna lifandi
vera, enda getur blaðgrænan, eins og sýnt hefir verið,
ekki orðið til eða starfað á viðeigandi hátt nema í
sambandi við lífsvefi þá, sem hún er orðin til í. En
samt sem áður gefur alt starf blaðgrænunnar oss
visbendingu um, hvar ráðningarinnar á lífsgátunni
er helzt að leita og hverskonar tilraunir menn eiga
helzt að gera á efnarannsóknarstofum sínum, ef þeir
ætla sér að reyna að byggja brúna milli hins lifvana
og lifanda heims. Því að nú sjáum vér, að lífsstarfið
hefir í fyrstu aðallega verið í því fólgið að breyta
sólarorkunni í efnaorku og beita henni síðan til þess
að búa til ýmiskonar lífefnasambönd.
Ef vér nú hugsum oss jörð, þar sem engar lifs-
verur eru enn orðnar til og þó öll helztu lífsskilyrði
fyrir hendi, þá er það augljóst af því, sem að ofan
greinir, að þó að einhver sóttkveikja eða önnur ein-
frumuð vera kæmi þar skyndilega í ljós, þá væri
spurningin um uppruna og viðhald lífsins ekki leyst
með því, því að slík lífsvera hlyti að farast jafn-
skjótt og hún yrði til, þar eð hún hefði engin lifræn
efni að nærast á. Og þótt ekki væri um annað en
hlaðgrænusambönd að ræða, þá væri óhugsandi með
heirri þekkingu, sem vér nú höfum, að þau gætu
íifað og þrifist ein út af fyrir sig í slíkri veröld og
starfað að þvi að framleiða lífræn efnasamböud. Þar
yrðu fyrst að verða til ólífræn efnasambönd, ólíf-
rænar fjöleindir, er síðan gætu af sér einfaldari lif-
raenar sameindir (organisk moleknl) með meira orku-
^agni en efni þau og efnasambönd, sem þær væru
°rðnar til úr. En til þess að slík lífræn sameind gæti
haldið áfram að lifa og þróast, yrði hún að geta
*21