Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 74

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 74
316 Á. H. B.: Heimsmyndin nýja. [ IÐUNN ofanskráðu, er sú, að dr. Bastian getur ekki um nem lífræn efnasambönd, er myndast hafi sem milliliðir milli hinna ólífrænu efnasambanda á annan bóginn og lífsveranna á hinn bóginn. En þetta var auðvitað ekki unt að sanna nema með því að opna hylkin a ýmsum tímum og prófa vökvann, en þá voru auð- vitað »klak-tilraunirnar« með þau hylki ónýt. 1 sumum hylkjum, sem geymd voru i klakofni, varð klakið nokkuð minna og ófullkomnara, en klakofn- inn var hitaður með rafljósi, sem haft var innan > honum, svo að hér gátu þó efnasamböndin líka hag' nýtt sér eina tegund geislaorku. Einnig er eftirtektar- vert, að efnasamsetningin í vökvunum var, eftir þy1 sem sérfræðingar segja, einmitt liin hagkvæmasta fyrir myndun þeirra fjöleinda (colloida), er bezt geta f®rt sér allskonar geislaorku í nyt. — Dr. Bastian er nu að endurtaka tilraunir sínar á annan hátt og meo ýmsum öðrum varúðarreglum en hann beitti áður til þess, ef unt er, að ganga úr skugga um, að hinum fýrrl tilraunum sínum hafi ekki verið áfátt í neinu verulegn- En hvernig sem nú þessum tilraunum lýkur og jafnvel þótt það komi á daginn, að þær geti alls ekk1 úr því skorið, hvort sjálfkveikja lífsins af ólífrænum efnum sé möguleg, þá hafa þó íhuganir þær, sem að ofan eru skráðar og mestmegnis lýsa skoðunum annars merks liffræðings á uppruna og eðli lífsins, ) vonandi fært öllum hugsandi mönnum heim sannmn um, að raunveruleg lausn á »lífsgátunni« er alls ekk1 óhugsanleg. Menn skyldu því ekki furða sig svo mjog á því, þótt fregnir kæmi um það innan skemri eða lengri tíma, að einhverjum efnafræðingum hefði tek" ist það, sem mestu hugsæismenn mannkynsins he,,r dreymt um nú um aldaraðir, að líkja eftir móður vorri, náttúrunni, og kveikja — »nýtt líf«. ____ 1) Ben. Moore: The Origin and Nature of Life, Honne Univ. Library, nr. 62.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.