Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Side 81

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Side 81
IÐUNNl Ritsjá. 323 stafasetningu i einhverri reglubundinni og smekkvísri mynd hefir verið haldið, og má segja að slík blæbrigði séu eins mörg og höfundarnir. Hitt er annað mál, hvað menn kunna að álíta hyggilegt að fara langt í þessum efnum, því ekki er ósennilegt, að hér eins og annarsstaðar reki fjandinn inn alla hendina, fái hann að koma inn einum fingri — svo að ljóðstafasetningin hyrfi. En i því væri engin bragarbót, því ef á annað borð er hægt að koma hugsununum fyrir ó- Þvingað inni í brynju íslenzkrar bragfræði, er það sennil. formfegursti Ijóðræni kveðskapurinn, sem heimurinn á. í sambandi við þetta má minnast á eitt atriði óþolandi tilgerðar, sem farin er að sigla háum seglum í annari hvorri ljóðabók — líka hjá Gesti — og það er hvernig kvæðin eru prentuð. Vísuorðin eru brotin og bútuð sundur, svo það særir cfnið, þreytir augað og eyðir pappírnum. Stundum eitt eða tvö orð prentuð í línu og mynduð slík halarófa yfir hálfa síðu og er það lýti á eins vandaðri út- gáfu og á ljóðum Gests. Þetta er ósiður sem ætti að hverfa, Því liann minnir átákanlega á einhverja danska leirpumpu, sem ætiaði að gcra lesendunum Ijósasta »stemninguna« við það að veltast á báðum endum dauðadrukkinn ofan stig- ann sinn, með því að prenta vísuorðiö þannig: og han paiIHl nedad •aujaddej; Þetta er það helzta, sem segja mætti um kvæðin í heild °g er litlu við að bæta um einstök kvæði. Bókinni er skift i Uafla og er það fremur handaliófsskifting. Jafnbeztu kafi- nrnip eru Vikivakar og Ilendingar því næst. Við mörg þau kvæði á það, sem Gestur segir á einum stað: líg vinn úr þvi, sem aðrir vilja ekki nýta. í arinskerslum leynist löngum lagleg spíta ()g vikivakarnir eru flestir góðir og sumir afbragð t. d. Hólamannahögg, óvenju frískt og kröftugt kvæði, en þó Þýtt, þegar því er að skifta. Og svo er um fleiri slík kvæði, sem sett hafa verið í Sveinkaljóð, en eiga alt eins vel heima lijá vikivökunum, svo sem Hölludans, Hún syngur, Kata litla i Koti, en það eru alt kvæði, sem gætu sómt sér

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.