Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 10

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 10
88 Einar H. Kvaran: IÐUNN leikur, sem þarf að segja. S. N. þarf að standa and- spænis honum, þó að hann sé nokkuð skuggalegur fyrir sjálfan hann. Og lesendurnir þurfa að skilja hann. Eg skal benda á eitt dæmi af mörgum. S. N. er ósammála lífsskoðun minni. Við það er auðvitað ekkert að athuga. En ef sanngirnin og óhlutdrægnin hefði verið ófölsuð, þá hefði hann látið þess getið, að lífsskoðun mín sé, það sem hún nær, og að því leyti, sem hann deilir á hana, í samræmi við það, sem Jesús frá Nazaret hefir haldið að mönnunum, og við frumhöfunda kristn^ innar. I stað þess reynir hann að æsa fáfróða og at- hugunarlitla lesendur gegn mér með því að telja þeim trú um, að eg sé með einhverjar nýjar og hættulegar kenningar, hafi hafnað kristninni með hugsun minni, leiki mér að því að grafa ræturnar undan siðferðismeð- vitund þjóðarinnar og svíkjast frá alvöru þessa lífs. Eg spyr: Er þessi »sanngirni« og »óhlutdrægni« ófölsuð? Sannleikurinn er sá, að öll skrif S. N. um mig eru ein breiða af ósanngirni. Eg skal taka, rétt til dæmis, atriði úr síðari ritgerð hans, »Heilindi«. Eg hafði sagt í ritgerðinni »Kristur eða Þór«, að ef stefna ætti burt frá frelsinu, skilningnum og mannúðinni — eins og S. N. hafði haldið fram að vér ættum að gera — þá yrði lífið að samfeldri andstygð í mínum augum. S. N. notar þessi orð mín svo, sem eg sé með algerlega ótakmörk- uðu frelsi, og vilji »ekki skilja, að frelsið geti orðið afskræming af sjálfu sér, leitt af sér stjórnleysi og óskapnað*. Eg hefi auðvitað ekki gefið nokkurt tilefni til þess að vera sakaður um slíkan viljaskort. Eg hefi traust á frelsinu, sem takmarkað er af skilningi (3: viti) og mannúð. Mér finst ekki ófölsuð sanngirni í því að gera úr mér einhverja hættulega siðferðisgrýlu fyrir það. Alíka geðslegt dæmi um »sanngirnina« stendur nokk-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.