Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 44

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 44
122 Þorliell Jóhannesson: ÍDUNN höfundurinn. Var það ætlun manna, að hún væri eftir einhvern hinna eldri og meiri snillinga Norðmanna, og oignuðu margir hana sjálfum Arna Garborg. Hitt grun- aði fæsta, að hún væri verk manns, sem alment var talið að hefði fyrir löngu yfirstígið sjálfan sig með óvin- sælli hvefsni, flakki og óreglu — og ekki væri neins af að vænta framar, er nokkurs væri vert. — Árið 1890 kom Hungur út í bókarformi með nafni höfundar — aukin útgáfa og endurbætt, og hlaut þegar fulla viður- kenningu. Má segja, að öll höfundarmörk Hamsuns komi þar ljóslega fram —: einkennilegur, auðugur stíll, frum- legur skoðunarháttur — nýstárlegar mannlýsingar —. Einstök og óvenjuglæsileg byrjun á ritferli, sem í heild sinni hefir verið jafn einstakur og glæsilegur. III. Snillingurinn Georg Brandes segir á einum stað í ritum sínum, að hann sé vanur að leggja fyrir sjálfan sig svo- elda spurningu, er hann hafi lokið að lesa bók eftir nýjan höfund —: Hvar er nú hans nýjaland — Ameríka! Ný viðhorf, nýjar manneinkunnir — íypur —: Það er gjöf snillingsins — genísins: skáldanna, afmarkaðasta og fá- liðasta flokks í heimi. Skáldfrægð Hamsuns hófst beint af því, að hann leiddi nýjan mann, nýja »typu« inn á sjónarsvið skáldmentanna. Og þessi maður verður svo að nokkru eða öllu leyti hetja í flestum sögum hans síðan — undir ýmsum nöfnum og í margvíslegum aðstæð- um lífsins. En þó undarlegt megi virðast, þá kemur snild skáldsins og djúpi frumleikur einmitt fram í þess- ari endurtekningu —: Skapeinkunnirnar eru þær sömu og atburðirnir samkynja. Og þó er söguhetjan stöðugt jafn- ný og skemtilega hugðnæm: Skáldið, sem berst ómáttugri baráttu við sult og allsleysi í sögunni Hungur. Liðs-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.