Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 60

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 60
138 Asgeir Magnússon: IDUNN árekstrarnir endurtakast. Myndast því stöðugur hiti og ljós. Vígahnettir þessir hafa ýmsa stærð og dragast þeir smáu að þeim stóru og hlaðast utan um þá uns hnöttur er til orðinn. Vera má einnig að aðvífandi hnattabrot slæðist inn í sveiminn og sje hinn fyrsti vísir til nýrra hnatta. Berist þau langt inn í iðuna, þá dregst af þeim upphafleg ferð, og taka þau að snúast ásamt mekkin- um. Lendi þau í jaðrinum, þar sem mökkurinn er þunnur, þá getur hugsast að þau haldi hreyfingu sinni, og gangi þá öfugt ef svo ber undir. Mönnum reiknast að nú á dögum myndist lag á jörðu vora, sem nemi tyso mm. á miljón árum, af til- komu vígahnatta. Smíði jarðar virðist því að mestu lokið. ' Líklega stenst ekki kenning þessi tímans tönn frem- ur en eldri sköpunarsögur, þó að hún samsvari að mestu leyti þekkingu manna nú á tímum. Vagga og gröf. Bakvið öll hugboð manna um tor- tíming veraldar leynist ávalt annað hugboð um upprisu nýs himins og nýrrar jarðar. Uppúr rústum hins gamla heims hyggja menn rísa annan nýjan, líklegt er að sköpun og tortíming skiftist á. Stjörnurnar þreyta sín löngu lífskeið um auðan geim- inn og gefst þá mikill tími til athafna. En fyr eða síðar getur þó stjarna vafalaust farist í einu eða öðru þoku- hafi sem hefst við í rúminu. Helst er nú álit manna að sólkerfin hafi þar upphaf og endalok. Þeim má líkja við deigluna. Þangað varpar smiðurinn brotasilfrinu. Þar mót- ast alt að nýju og breytist í listaverk í höndum meist- arans. Flest er á huldu sem þar að lýtur og er áður á það minst. Eftir langan dag kemur löng nótt. Enginn veit hvað gerist þá nema hvað má af líkum ráða. Vísast er að náttúran sundri þá með einhverjum hætti leifum hins

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.