Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 61

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 61
ÍÐUNN Heimsendir. 139 gamla heims. Verða svo leifar þær uppistaða annara veralda, líkt og garnið í vef Penelópu. Hún óf hinn sama vef samfleytt í 20 ár, en rakti upp á nóttum það sem hún óf um daga, svo að aldrei lyki hún vefinum. Ásgeir Magnússon. Alþjóðabandalagið. Það er erfitt að segja með fullri vissu, hvar falið liggur fyrsta frækorn hugmyndarinnar um samtök milli þjóðanna, til að forðast styrjöld. Löngu áður en styrjöidin mikla braust út, báru margir kvíðboga fyrir, að sam- kepni stórveldanna um efling vígbúnaðarins mundi um siðir leiða til ægilegri ófriðar en nokkru sinni áður. Framsýnum friðarsinnum var það fullljóst, að rammar skorður yrði að reisa, ef aftra ætti ófriðnum. Tilraunir þessara manna urðu þess valdandi, að stofnað var til fundanna í Haag. Markmið fyrstu tveggja þessara funda (1897 og 1904), var aðallega takmörkun vígbúnaðarins. Þegar stríðið hófst, var undirbúningur undir 3. Haag- fund kominn allvel á veg. Búist var við, að fundur þessi, sem átti að fara fram árið 1915, myndi samþykkja, að Haagfundirnir skyldu haldnir með ákveðnu millibili, t. d. sjöunda eða áttunda hvert ár. Fundurinn 1915 átti að halda áfram í sömu átt og hinir tveir fyrstu, eða eink- um hinn síðari: Vinna að alþjóða löggjöf um hernað og fyrirkomulagi stofnunar, er úrskurðað gæti misklíð milli ríkja. Menn gerðu sjer litlar vonir um, að sjálft tilefni fyrsta fundarins, sem sje takmörkun vígbúnaðar, yrði

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.