Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 63

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 63
Alþjóðabandalagið 141 1917 til þess að koma fram með frumvörp í þesskonar málum að styrjöldinni lokinni. Nefndir þessar sömdu á- litsskjal árið 1918 viðvíkjandi alþjóðarjettarreglum. Efnið var í samræmi við undirstöðuatriði Haagfundanna, en gekk þó feti framar. Mergur málsins var sá, að ríkin kæmu sjer saman um að skjóta hverskonar ágreiningi til sameiginlegs dómstóls eða sáttanefndar. Felst í þessu skylda til þess að grípa ekki til vopna fyr en grafist hefir verið fyrir rætur ágreinings. I nefndarálitinu var stungið upp á að stofna alþjóðaráð, er starfa ætti í sam- bandi við dómstólinn og sáttanefndina. Samtímis birtist nefndarálit um líkt efni, sem óopinber frakknesk nefnd samdi (stjórnmálamaðurinn Léon Bour- gois var formaður hennar). I nefndaráliti þessu komu orðin: »Bandalag þjóðanna« fyrir í fyrsta sinn. Eftir- tektaverðasta atriðið í franska nefndarálitinu var það, að úrskurði um ágreining væri ekki hægt að skjóta til nokkurs annars dómstóls eða yfirvalda. Fleiri nefndarálit og tillögur birtust. I Sviss kom fram frumvarp, sem algerlega bannaði styrjöld milli meðlima hins væntanlega bandalags. í því er stungið upp á sí- starfandi sættanefnd. ítalir og jafnvel Þjóðverjar komu með uppástungur. Nú víkur sögunni að markverðasta frumvarpinu um stofnun Alþjóðabandalagsins, frumvarpi W. Wilsons Bandaríkjaforseta, og er það honum að þakka fyrstum manna, að Alþjóðabandalagið er til orðið, enda þótt lög þess, sáttmálinn, yrði að lokum með talsvert öðru sniði, en hann í fyrstu hafði hugsað sjer. Hann var manna best settur til að hefja máls á þessu. Bandaríkin tóku þjett í tauma helfáksins, sem tróð Evrópu fótum, og stöðvuðu hann fyr en ella hefði orðið. Auk valds þess og álits, sem Wilson naut í stöðu sinni sem forseti

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.