Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 81

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 81
JÐUNN Alþjóðabandalagið. 159 febrúar 1925, að Þjóðverjar, sem Frakkar af eðlilegum ástæðum óttuðust manna mest, buðu Belgjum og Frökk- um öryggissamninga um vesturlandamærin. Saga þess máls er löng —■ tilboði Þjóðverja var tekið með tregðu í byrjun, en endirinn varð nú samt sem áður Locarno- samkomulagið, sem kallað hefir verið fyrsti raunverulegi friðarsamningurinn. í Locarnosamþyktinni lofa Þjóðverjar Frökkum og Belgjum að láta vesturlandamærin óáreitt um allar aldir, og misklíðum um austurlandamærin skal skotið til gerðardóms. Nú er Alþjóðabandalagið 6 ára. Sá sem neitar því, að það hafi unnið gott og mikið starf, veit ekki hvað hann segir, eða fer vísvitandi með rangt mál. Það byrjaði starf sitt meðan nærfelt öll álfan lá í sárum sínum, og alt virtist vonlaust. Auk beinna afreka, sem um er getið í þessu ágripi af sögu Alþjóðabandalagsins, hefir það gert annað sjer til ágætis, sem ekki er minna um vert. Það hefir breytt hugsunarhættinum, andrúmsloftinu i heimin- um. Fyrir styrjöldina sátu menn á svikráðum hverir við aðra, himininn var þrunginn af duldum prettum, undir- ferli og ískaldri slægð. Nú er bjartara í veðri, loftið er hreinna og hlýrra. Þetta er Alþjóðabandalaginu að þakka. Aður voru launsamningar og hjúpað ráðabrugg algengt. Alþjóðabandalagið er opið þing allra þjóða, sem í því vilja vera. Þar er ekki farið í felur með neitt — hrein- skilnin er sett í æðsta sess. Fyrir styrjöldina voru smá- ríkin oft skutulsveinar stórveldanna. Nú sitja smáir og stórir við sama borð, þótt enn sje að vísu nokkur grein- armunur gerður. Aður stóð lítilmagninn einn síns liðs, en nú er allsherjar fimtardómur settur, og þangað getur hver og einn skotið málum sínum. Gallar eru á Alþjóða- bandalaginu, enda ekki hægt að vænta þess, að slík

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.