Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1932, Page 60

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1932, Page 60
346 Niður í kolanámu. IÐUNN Um mdðaftansleytið legg ég af stað ásamt ungum verkfræðinema úr borginni, sem ég hafði kynst uppi í Hálöndum fyrár rúmri viku og nú bauðst til pess að verða leiðsögumaður minn. Við komum til námuninar undir kvöld, pegar pungur ilmur iðjagrænnar jarðar iá um lendur og skóga. — Um 1000 verkamenn starfa par í prem flokkum nótt sem dag, og er vinnutíminn 8 klst. Bústaðir peirra lágu í nánd við námuna, ein- og tví-lyft hús úr brendum tigul- steáni, sem kolafélögin eiga — og leigja. Námustjórinn var hinn skrafhreyfnasti og kunni á ým&tt skil, er snerti náttúru íslands og iðnaðarmögu- leika. Hann fylgdi okkur síðan til verkstjórans og kvaðst vona, að við kæmum heilu og höldnu upp aftur. Hann sagði pað raunar brosandi, en að baki pví duádist al- vara peirrar vitundar, að líf námumannanna væri í meiri og stöðugri hættu en flestra annara. 'Pví næst var að fara úr jakka og taka af sér hatt og hálskraga. í staðinn fer maður í siða kápu, hnepta að hálsi, og setar upp námumannahúfu. Framan á hana er hengdur lítill lampi, sem brennir karbíd, og að pví búnu er haldið af stað. öðrum megin námuopsins eru stórir vélaskálar, par sem unnið er bæði með afli rafmagns og kola. Yfir námuopið sjálft er reistur skáli, opinn í báða enda. Á miðju gólfsins er ferhyrnt op, sem liggur niðu,r í göngin. Yfir er ýmis konar vélaútbúnaður, í tengslum við höf- uð-iaflistöðvarnair ofanjarða'r. Að neðan gengur lyfta upp til yfirborðsins með kolavagnana, er renna síðan á tein- um og dráttarbrautum pangað, sem eldsneytið er geymt. Verkstjórinn gengur fyrstur í lyftuna, og við á eftir. Okkur er sagt að halda pétt um járnstengur yfir höfðum okkar. Svo slær glaumhá bjalla prjú slög, og um

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.