Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1932, Side 61

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1932, Side 61
IÐUNN Niður í kolanámu. 347 leið er lyftan í hreyfingu. Hún sígur niður í kolsvart djúpið og er á næsta angabragði á fleygiferð. Engin glæta er sjáanleg, og eg get ekki varist hrollkenclum geig fáein angnablik. En pað skiftir þó ekki nema stnttri stundu, Lyftan hægir ferðina, en á okkur, sem ekkert getum eygt né miðað \rið. verkar sú hraðabreyt- ing þannig, að okkur finst sem við förum allhratt upp á vdð aftur. Svo birtir fyrir augurn, ferðin stöðvast, og viö erum komnir niðarr í 700 feta djúp jarðgöng. Hér er bjart af fjölda rafljósa og allhátt undir loft. Á tvær hendur eru stórir vélasalir með gildum raf- strauimaloiðslum út í námagöngin. Pau eru múruð innan og með bogadregna hvelfingu og um pað bil 3V2 m„ breið. Eftir peim liggur tvöfalt vagnspor. Og jafnskjótt og inn kemur í pau, liggja frá þeim hliðarálmur á báðar hendur. Enn sjást ekki aðrir anenn að virinu en jreir, sem vélanna gæta og fáeinir aðrir, er taka kola*- vagnana jafnótt og [reir koma að innan og ýta Jreim, tveilmiur í isenn, iinn í lyftuna, Milli sporbrautainna liggur gildur vírstrengur, sem dregur vagnana aftur og fram. Það er að eins skamt komið inn göngin, jregar ljós öII jrrýtur og kveikja verður á lömpunum i húfurn okkar. Göngin jrrengjast og lækka; hér er bergið nakið til beggja handa, en undir loftið eru lagðir stálbjáikar, sem hvíla á gildum stoðum, og reft á mdlli. Sums staðar eru peir bognir, jafnvel brotnir, undan ofurjiunga jarð- laganna. Hér sést enginn maður að vinnu, en dauft vagnL skrölt og vélahljóð berst ineð veggjunum. Á ýmsuni stöðum rennur vatn frani úr berginu eða drýpur úr þaki, og á gólfi eru göngjn pakin seigri kolaleðju, sem tekur í akóvarp. Við sjáum að eins örfá fótmál fram undan okkur. Hin litla Ijósglæta frá lömpunum drukknar í jæssu

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.