Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1932, Page 82

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1932, Page 82
368 Tæknikönnun. IÐUNN Pað er hægt að búa til úr vatnsþéttu leðri skó, sieni endast myndu 2—3 ár. Amerískar skóverksmiðjur, þær, er nú starfa, gætn á 10 mánuðum birgt upp Banda- ríkiin af skófatnaði til 10 ára. En það fær enginn aö ganga á sJíkum skóm — fyrst um sinn. Með Va auknum tilkostnaði er hægt aö smíða bifreið, sem endist tíu sinnum Jengur en nú er títt, og með l/a viðbótarkostnaðar má gera rakvélarblað, sem endist æfilangt. En [>aö verður ekki fyrst um sinn, að vér getum rakaö oss meö slrku blaði og sezt síðan upp í slíka bifreið. Hve nær myndi þá Ford geta opnað í Detroit, og hvað yrði þá nim Gillette og alla hina? Það var haft eftir Hamlet sáluga, að „eitthvað væri bogið í Danmörku“. Hætt er við, að ef sá heiðursmaður mætti láta skoðuin. sína í Ijós nú, þá myndi hann ekki einskorða þenna dóm við hið litla sléttuland. Tækni- könnuðurnir Jeiða rök að þvi, að með vitrænni nýtingu þeirrar tækni og orku, sem fyrir liendi er, megi, með 4 stunda vinnu á dag, 4 daga vikunnar og 10 mánuði úrsins, afla íbúum Bandaríkjanna lífsnauðsynja og þæg- jnda í tíföldum mæli við það, sem fá mátti fynir með- altekjur á hávirðisárinu 1929. Þetta er í stuttu nráli fagnaðarerindi vísindanna um möguJeika jarðarbúa til giftusamliegs lífs. En, í staö þess, að líkuir séu til að þetta verði framkvæmt, má með nokkurn veginn óyggjandi vissu gera ráð fyrir, að tala atvinnuley.singja í Bandaríkjunum fari á þessiu ári og hinu næsta u[>p í 25 milljónir manna og líðan almenmings verði þar eftir. Og sennilega verður ástand- ið eitthvað svipað í öörum löndum heims. Hvað veídur, Homo sapiens? Og hvað á að gera?

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.