Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 60

Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 60
308 Hinn almenni kirkjufundur. Kirkjuritiö. daúfum' söfnuðum. Þar er myndin. Ég segi ykkur alveg satl, að þó að safnaðarfræðslutilraunir mistækjust gersamlega ein- hversstaðar, þá gætu þær tæplega undir nokkrum kringum- stæðum breytt ástandinu til hins verra. Það hlyti þá að vera um fágæta undantekningu að ræða. í versta lagi myndi þá alt sitja í sama farinu að öllum jafnaði. Þannig ætti, góðir prest- ar, lítil hætta að vera á tapi, en miklar líkur fyrir gróða. Er þá ekki rétt að gera tilraunina? 1 En þér áheyrendur minir í leikmannastétt! Þér hljótið að skilja, að ekki er nóg, að presturinn einn sé að verki i söfnuð- inum eða með fámennan hóp. Þér verðið að ljá lionum óskift fylgi. Nóg er að starfa i vingarði guðsríkismálanna vor á meðaL Víða þarf að byrja frá rótum, þar sem ekkert hefir verið gert öldum saman og ekkert er gert frafn yfir hið lögmælta. Ann- arsstaðar þarf að styrkja stofnanir, sem fyrir eru, eins og t. d. Bræðrafélög safnaðanna hér í Reykjavík. Það er í rauninni, eftir þvi sem ég veit bezt, safnaðarfræðslufélög. Hlynnið sem bezt að þeim og biiið þeim rnikinn þroska. Það er spor í rétta átt. Og hvar sem prestar annaðhvort vilja ekki eða geta ekki gengisl fyrir safnaðarfræðslu, þá er það blátt áfiram skylda vor leikmannanna að hefja starfið, hvað sem prestunum liður, ef sæmileg skilyrði eru annars fyrir hendi. Bjóðum svo prest- inn velkominn, þótt seinna komi hann, en vér hefðum. óskað, Það getur margt valdið því, að hann kemur ekki strax. Nú dregur að erindislokum. Mér hefir verið það óblandin gleði að ía tækifæri til að tala um þetta hugumkæra málefni við jafnágæta áheyrendur, og ég er Guði og mönnum þakklátur fyrir þessa stund. Ég er maður bjartsýnn og vongóður — von- góður um einhvern árangur, einhverja hreyfingu. Kaþólskir menn fela mál sín og vini vernd dýrlinga. Ætti að velja safnaðarfræðslunni verndardýrling, þá myndi ég henni engan fremur kjósa en heilagan Jón Hólabiskup, hann, sem skóp þann menningaranda á Hólaheimili forðum daga, að jafn- vel latínu lærðu verkamenn hans í fristundum sínum, og kveikti jafnhliða þann eld í hjörtunum: að fólkið þusti heim að Hólum, og hjörtun brunnu sem á jólum. Megi hans dæmi verða oss öllum hvöt. Megi hans andi ráða stefnunni. Þá er það fulltrygt: að íslands þúsund ár verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkisbraut. Guð gefi því orði sigur.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.