Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1936, Side 19

Kirkjuritið - 01.01.1936, Side 19
Kirkjuritið. SAMSTARF PRESTA OG LEIKMANNA. Því verður ekki neitað, að fólksfæð í sveitum og út- varpsguðsþjónustur ltafa sumstaðar dregið allmjög úr kirkjusókn. Fólk er orðið svo fátt á ýmsum sveitaheim- ilum, að því er lítt mögulegt að sækja kirkju á vetrum. Heimilisfólkið er önnum Idaðið alla daga við hin dag- legu störf, sem ekki mega niður falla. Verður þá mörg- um að kjósa heldur að setjast niður við útvarpið og hlýða messu, en að taka á sig, ef til vill, erfiða kirkju- göngu. En þá hljótum vér að leggja fyrir oss þá spurn- ingu, hvort útvarpsmessan geti fullnægt því, sem til þess þarf, að kristið safnaðarlíf geti lialdist við lifandi og starfandi? Ég hygg, að þessu verði afdráttarlaust að svara neitandi. Engin útvarpsmessa, hversu góð sem hún er, getur jafnast á við það, að ganga í guðshús og hlýða á lifandi orð af vörum prestsins og taka sjálfur virkan þátt í guðsþjónustugerðinni. Og safnaðarlíf get- ur ekki, fremur en annar félagsskapur, lifað og starfað, nema með sameiginlegu átaki og samstarfi félagsmanna. En er þá mikils mist, þótt kirkju- og' safnaðarlif verði látið deyja út? Borgar það sig fyrir jafn fámenna og fá- tæka þjóð sem íslenzku þjóðina að halda uppi kirkjum og fjölxnennri kennimannastétt? Þessa alvarlegu spurn- ingu verður liver maður að leggja fyrir sig nú á tímum, þegar margar raddir berast lil vor úr ýmsum áttum um það, að eigi sé mikið i sölurnar leggjandi til þess, að viðhalda kirkju og kristindómi. Sumstaðar erlendis eru nú mynduð guðsafneitunarfélög, sem hafa það fyr-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.