Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1936, Page 20

Kirkjuritið - 01.01.1936, Page 20
14 GuíSbrandur Sigurðsson: Kirkjuritið. ir markmið að evða öllu trúarlífi. Jafnvel hjá vorri fá- mennu þjóð heyrast raddir um það, að kristindóminn beri að leggja niður. Hann sé gagnslaus, og jafnvel þránd- ur í götu ánnara framfara. Nú er það svo, að mönnum virðist vera í brjóst borið að hafa einbvern álrúnað. Sálin þráir að bafa eitthvert lifsakkeri, einbver æðri máttarvöld til þess að styðjast við, að minsta kosti á alvarlegustu stundum lífsins. Jafnvel þjóðir á lægsta menningarstigi mynda sér einhvern átrúnað. Mann- lcynssagan kennir oss það ótvírætt, að hnignun bverrar þjóðar kemur fyrst fram í trúleysi og siðspillingu, sem leitt befir til algjörðrar tortímingar, þegar fram liðu stundir. Öndvegisþjóðir liafa liðið undir lok, og hnignun- in hefir bafist með þverrandi trúarlífi, en í kjölfar þess hefir andlegur og' líkamlegur þroski og manndómur farið. Það er staðreynd, að trúarlíf og andleg og likam- leg menning fylgist að. íslenzk þjóð befir játað kristna trú í harl nær 1000 ár, og notið af því andlega og menningarlega blessun- arrika ávexti. Mestu andans menn á öllum tímum liafa orðið að viðurkenna, að kristindómurinn standi framar öðrum háleitustu trúarbrögðum heimsins, enda er hann bygður á þeirri lifsspeki, sem Ivristur sjálfur kendi. Kristur hefir kent oss að þekkja Alföðurinn sem óend- anlega kærleiksríkan föður. Hann hefir kent oss, að elskan til Guðs og manna er æðsta boðorðið. Hann hefir kent oss, að vér getum örugg leitað Guðs í bljúgri bæn með vissu um bænlieyrslu á þann hátt, er oss bezl hent- ar. Hann hefir kent oss, að kærleikurinn er sterkasla lífsafliði að hann er aflgjafi frá Guði, að bann er mest- ur í heimi. Er þá ekki kristin trú þess virði, að mikið sé leggjandi í sölurnar til þess að halda henni og efla ])roska þjóðarinnar undir merkjum liennar? Jú vissu- lega. En þá verður þjóðin að vakna, áður en það er ol' seint, því að annars flýtur hún sofandi að feigðar ósi. Allar þjóðir bafa á öllum tímum átt sína spámenn.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.