Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1936, Page 24

Kirkjuritið - 01.01.1936, Page 24
18 G. S.: Samslarf presta og leiknranna. KirkjuritiS. Nei, vissulega er sökin ekki minni lijá söfnuðinum, og hann verður að finna lil þeirrar ábyrgðar, sem á hon- um hvílir í því efni. Það er áreiðanlega þungt hlutskifti að vera prestur í sofandi söfnuði, og það er ofraun hverjum ])resti að lialda lil lengdar ólömuðu starfsþreki i sliku andrúmslofti. Það er því heilög skylda safnaðar- ins að aðsloða prestinn á allan hátt í starfi hans, og gera honum það sem léttast og ljúfast. Söfnuðurinn verður að taka meiri virkan ])átt í starfi prestsins en nú er lítt að gcra, í öllum þeim málum, er snerta kirkju og kristindóm, já i öllu því, sem miðar til útbreiðslu og þroska Guðs ríkis á jörðu. Og þetta gelur söfnuðurinn gert á ýmsan hátt, tækifærin eru mörg, verkefnið er ó- tæmandi. Söfnuðurinn á að taka meiri virkan þátt i sjálfri guðsþjónustunni en nú er gerl, og það getur hann meðal annars með því að taka almennan þátt i kirkju- söngnum. Það eilt út af fvrir sig myndi hafa uppörfandi áhrif á prestinn í starfi hans, og það myndi sameina hug kirkjugestanna til lofgerðar og hænar. Það gela fleiri verið prestar i andlegum skilningi en prestlærðir menn. íslenzkar mæður liafa tíðast verið mestu og heztu prestarnir. Vér minnumst öll mæðra vorra í þakklátri endurminningu og lotningarfullum liuga, þegar þær voru að kénna oss bænirnar, kenna oss að leita fyrst og fremst Guðs rikis og hans réttlætis, kenna oss að verða nýtir og góðir menn. Þetta liefir mörgum manni verið dýrmætasta veganestið út i lífið. Því er af sumum haldið fram, að mæðurnar leggi nú orðið minni rækt við þetta en áður. Vér skulum öll vona, að svo sé ekki, því að undir því er framtíðarlíf og hamingja þjóðarinnar komin. Öll megum vér játa, að vér erum veik og vanmáttug og ónýtir verkamenn í víngarðinum mikla. En þó get- um vér öll verið hoðherar kærleikans og mannúðar, ef viljann brestur ekki. Öll getum vér borið ljós inn til þeirra, sem einhverra orsaka vegna silja í myrkri. Já,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.