Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1936, Page 32

Kirkjuritið - 01.01.1936, Page 32
26 K. D.: Séra Páll Stephensen. KirkjuritiS. þing í Norður-ísafjarðarprófastsdæmi, varvígður þangað um haustið og settist að á Melgraseyri. Var hann þar i ná- grenni við foreldra sína, því að séra Stefán í Holti flutt- ist að Vatnsfirði 1881. Á Melgraseyri var séra Páll prest- ur í 22 ár, til 1908. Þá fékk liann Holt í Önundarfirði, er séra Janus Jónsson lét þar af prestskap, og fluttist þá aftur á fæðingarstöðvar sínar. Þar var hann prestur 21 ár, en fékk þá vegna hnignandi heilsu lausn frá jirestskap árið 1929. Haiin kvæntist 4. okt. 1894 Heígu dóttur Þorvaldar Jónssonar, fyrruni læknis á Isafirði, sonar Jóns Guðmundssonar ritstjóra og konu hans, Hólmfríðar Þorvaldsdóttur, Höðvarssonar, og er það þjóðkunnug ætt. Börn þeirra séra Póls voru 5 og af þeim 4 á lífi, Þorvaldur og Stefán verzlunarmenn í Reykjavík og Guðrún og Anna búsettar í Kaupmannahöfn. Ein dóttir gift, Þórunii að nafni, andaðist 1919. Þá er séra Páll lét af prestskap í Holti, fluttu þau hjón til Reykjavíkur. Eftir það var hann þó tvívegis settur lil að gegna prestskap um stundarsakir í Holti undir Eyjafjöllum 1980—82 og að Nesi í Norðfirði 1934 um haustið, en varð vegna sjúkleiks að liætta því siðastliðið vor. Séra Páll gat sér góðar vinsældir alstaðar þar sem hann var preslur, enda góðgjarn i lund og ljúfur í við- móti við alla. Hann var mikill að vallarsýn og fyrir- mannlegur, gleðimaður að eðlisfari, en einnig alvörugef- inn og trúmaður. Virtist mér i viðtölum okkar hánn liallast meira að eldri guðfræðiskoðunum, en þó frjáls- lyndur og óádeilinn við aðra. Ilinn 1. sept. síðastl. liaust sigldu þau hjónin lil Kaup- mannahafnar. Vildi liann leita sér þar heilsubótar, en jafnframt ef lil vill húsetja sig þar. Var gjörður á hon- um holskurður og andaðist. hann al’ honum 6. nóv. sið- astl. Lík hans var brent og fór hálförin fram i Bispe- bjergs bálstofu hinn 11. s. m. að viðstöddum mörgum Islendingum. Kristinn Daníelsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.