Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1936, Side 50

Kirkjuritið - 01.01.1936, Side 50
11 Útfararsálmur. Kirkjuritið. Eða hvað finst niönnum nú á (lögum uni |)á brcyting frá gamalli venju, sem orðin er, frá því er alt, sem hverri útför heyrði til, átti að vera svart? Merki sorgarinnar átti að ráða i öllu. Húsin voru tjölduð svörtum klæðum, allir klæddust sorg- arbúningi, kistan var svörl eins og myrkur grafarinnar, alt varð að syrgja, helzt að gráta. Nú eru svörtu tjöldin í húsunum horfin, og í stað svörtu kistunnar er koiiiin hvít, að miusta kosli þegar um greftrun barna og unglinga er að ræða, og þykir öllum, bæði prestum og söfnuðum, betur hlýða. Með hvítu blómskrýddu kistunni, sem geymir síðustu leifar þessarar jarðnesku tilveru, er einmitt komið inn á þá götuna, sem ég vil að gengin sé, þegar við fylgj- um foreldrum, systkinum, vinum eða öðrum vaudamönnum til grafar. Þrátt fyrir daprar hugsanir og vota brá á skilnaðarstundu, verðum við líka að vera mint á, að ástvininum látna er móttaka veitt á æðra landi. Fyrir minni vitund ætti það að vera eðlileg og sjáifsögð venja, að kristinn maður, sem fylgir kristnum bróður eða syst- ur til hinztu hvílu, og fellir saknaðartár á skilnaðarstundu, gangi frá gröfínni með þá fullu vissu í brjósti, að betri vist sé nú ástvininum búin, og því skal kórið syngja sigurlag með veikum mjúkum tónum, sem minna á, að i fjarska er horfna vininum fagnað með sigursöngshljómum. Ég skal ekki hér dæma, hvort útfararsálmar þeir, sem við eigum, eru til þess fallnir að l'ylgja þeim horfna með sigur- hljómum yfir á lífsins land, en ég vil fullyrða, að þau útfarar- lög, sem venjulega eru notuð, eru ekki til þess fallin. Með því er þó enginn dómur uppkveðinn yfir gildi sönglaganna sjálfra. Hitt er minn dómur, að við ættum að nota fleiri lög, lö(/, sem lika slá á þá strengi i hjörtum manna, er vakið geta friðsælan fögnuð á skilnaðarstund. Gísli H. Kristjánsson. ÚTFARARSÁLMUR. Lag: Himnafaðir hér. Bliknar roðnuð rós. Rökkur hjúpar Ijós. Skugga ber á börn í jarðardölum. Syngur sigurlag sólskinsríkan dag engilrödd í drottins dýrðarsölum.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.